18.3.2025 | 11:58
Meðan íslenskir ráðamenn þegja ...
... hefur Störe forsætisráðherra Norðmanna tjá sig um fjöldamorð Ísraela í nótt á almennum borgurum á Gaza. Hann talar reyndar um tragedíu, harmleik, en mætti vel komast sterkara að orði. Hann bætir svo við að þetta séu árásir á varnarlaust, heimilislaust fólk sem búi í tjöldum. Að drepa mörg hundruð manns til að ná einum háttsettum Hamasliða, er framganga sem verði að stöðva. Utanríkisráðherra Norðmanna, Eide, tekur mun djúpar í árina og krefst þess að Ísraelar hætti nú þegar árásum sínum og virði vopnahléð.
https://www.nrk.no/urix/store-om-gaza-angrep_-_-en-stor-tragedie-1.17344139
Miðað við herskáan tón utanríkisráðherrans okkar í garð Rússa og nauðsyn þess að vernda Úkraínumenn er þessi þögn íslensku ríkisstjórnarinnar meira en lítið aumingjaleg. Spurning hvað veldur. Rasismi, fyrirlitning á Palestínufólki og öðrum í þriðja heiminum, eða fyrst og fremst samsinni með stríði Ísraela á Gaza?
Vestræn ríki eru í raun að styðja, beint og óbeint, Úkraínu og Ísrael með lítt falinni útþennslustefnu sinni. Nýlendustefnan enn og aftur en nú í breyttri mynd (samt alltaf jafn mikið fegruð). Norðmenn virðast vera þeir einu með sómatilfinningu í málefnum Gazabúa.
![]() |
Hávær mótmæli fyrir utan ríkisstjórnarfund |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 12:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 18. mars 2025
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.3.): 36
- Sl. sólarhring: 36
- Sl. viku: 141
- Frá upphafi: 461758
Annað
- Innlit í dag: 28
- Innlit sl. viku: 118
- Gestir í dag: 25
- IP-tölur í dag: 25
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar