Meðan íslenskir ráðamenn þegja ...

... hefur Störe forsætisráðherra Norðmanna tjá sig um fjöldamorð Ísraela í nótt á almennum borgurum á Gaza. Hann talar reyndar um tragedíu, harmleik, en mætti vel komast sterkara að orði. Hann bætir svo við að þetta séu árásir á varnarlaust, heimilislaust fólk sem búi í tjöldum. Að drepa mörg hundruð manns til að ná einum háttsettum Hamasliða, er framganga sem verði að stöðva. Utanríkisráðherra Norðmanna, Eide, tekur mun djúpar í árina og krefst þess að Ísraelar hætti nú þegar árásum sínum og virði vopnahléð.
https://www.nrk.no/urix/store-om-gaza-angrep_-_-en-stor-tragedie-1.17344139

Miðað við herskáan tón utanríkisráðherrans okkar í garð Rússa og nauðsyn þess að vernda Úkraínumenn er þessi þögn íslensku ríkisstjórnarinnar meira en lítið aumingjaleg. Spurning hvað veldur. Rasismi, fyrirlitning á Palestínufólki og öðrum í þriðja heiminum, eða fyrst og fremst samsinni með stríði Ísraela á Gaza?
Vestræn ríki eru í raun að styðja, beint og óbeint, Úkraínu og Ísrael með lítt falinni útþennslustefnu sinni. Nýlendustefnan enn og aftur en nú í breyttri mynd (samt alltaf jafn mikið fegruð). Norðmenn virðast vera þeir einu með sómatilfinningu í málefnum Gazabúa.


mbl.is Hávær mótmæli fyrir utan ríkisstjórnarfund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. mars 2025

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.3.): 47
  • Sl. sólarhring: 47
  • Sl. viku: 152
  • Frá upphafi: 461769

Annað

  • Innlit í dag: 35
  • Innlit sl. viku: 125
  • Gestir í dag: 31
  • IP-tölur í dag: 31

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband