ESB-draumurinn úti?

Hætt er við að Evrópusambandsdraumur Viðreisnarstjórnarinnar sé að snúast upp í martröð við þessi tíðindi. Með aðild munu tollar á útflutningsvörum okkar Íslendinga til Bandaríkjanna hækka um 10% (úr 10 í 20). Kannski ekki mikið en nóg samt ef miðað er við harmakveinið sem heyrist frá ESB vegna þessara tollahækkana Bandaríkjastjórnar.
Svo hótar mafían í Brussel hefndartollum þannig að tollar á vörum þaðan munu eflaust snarhækka ef af þessu tollastríði verður.
Annars er þessi umræða hin undarlegasta, en svo sem ekkert öðruvísi en vanalega. Engin rannsóknarvinna hjá fjölmiðlum - og ekki hjálpa pólitíkusarnir til.
Einungis upphrópanir um hve Trump er vondur og er að setja allt í bál og brand.

Samt virðist sem tollar á vörum frá Bandaríkjunum til Evrópu séu enn miklu hærri en í hina áttina. Hækkunin sé aðeins helmingur af þeim tollum sem vörur þaðan þurfa að sæta. 
Þetta á einnig við hér á landi. Engar upplýsingar til almennings um hve háir tollar eru á innfluttum vörum frá Bandaríkjunum. Miklu hærri en 10%?


mbl.is Tollar Trumps: Samanburður á Íslandi og vinaþjóðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. apríl 2025

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 134
  • Sl. viku: 216
  • Frá upphafi: 462547

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 186
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband