17.5.2025 | 04:35
"Ekki fastamenn í sínum liðum"
Mögulega eru það örlög fyrir ... litla þjóð, að vera með landsliðsmenn sem eru ekki fastamenn í sínum liðum.
Líklega setur nýi landsliðsþjálfarinn met í að velja í landsliðið leikmenn sem ekki eru fastamenn í sínum liðum og meira að segja menn sem komast ekki einu sinni í leikmannahópinn. Sá sem þetta síðasta á við er Arnór Sigurðsson sem kemst ekki á bekkinn hjá liði sínu Malmö FF. Þar er reyndar annar Íslendingur, ungur, Daníel Guðjohnsen sem var í byrjunarliði Malmö í síðasta leik og skoraði m.a.s. - en var auðvitað ekki valinn af Arnari.
Þarna er einnig leikmaður sem ekkert fær að spila með liði sínu, þ.e. Bjarki Bjarkason, sem er á mála hjá botnliði Venezíu á Ítalíu. Þá eru Jón Dagur og Andri Guðjohns sjaldan eða aldrei í byrjunarliðinu hjá sínum félagsliðum, liðum sem ekki eru í hópi sterkustu liða í sínum deildum og lið Jóns m.a.s. í b-deildinni þýsku.
Svo eru það auðvitað gamlingjarnir sem eru valdir: Aron Einar, Jóhann Berg og svo rúsínan í pysluendanum Hörður Björgvin. Sá síðastnefndi hefur ekki leikið einn einasta leik í meira en tvö ár!
Já ekki byrjar nýi landsliðsþjálfarinn vel. Fyrst grátlegt tap fyrir Kósóvó og svo þetta brandaraval fyrir komandi æfingarleiki.
Eigum við virkilega ekki atvinnumenn í fótbolta sem leika reglulega með félagsliðum sínum en eru ekki valdir nú? Jú það eigum við svo sannarlega svo landsliðsþjáfarinn getur ekki afsakað sig með því. Bara til að nefna nokkra sem eru að spila í sterkum deildum ytra:
Vörn: Hjörtur Hermannssson í Grikklandi og Hlynur Karlsson í Svíþjóð.
Sókn: Ísak Sigurgeirsson í Svíþjóð, Sævar Magnússon í Danmörku og Stefán Sigurðsson í Noregi. Síðast en ekki síst má nefna Elías Ómarsson, sem er fastamaður í liði sínu í efstu deild hollenska boltans, en virðist ekki koma til greina í íslenska landsliðið!
Já hann er undarlegur þessi nýi landsliðsþjálfari.
![]() |
Útilokar ekki að skipta um markvörð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Pepsi-deildin | Breytt s.d. kl. 04:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 17. maí 2025
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.5.): 47
- Sl. sólarhring: 51
- Sl. viku: 83
- Frá upphafi: 463318
Annað
- Innlit í dag: 39
- Innlit sl. viku: 74
- Gestir í dag: 37
- IP-tölur í dag: 36
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar