Að setja skilyrði fyrir sjálfstæði þjóðar

Fréttirnar af góðmennsku Kanadamanna (og Breta) í garð Palestínu eru fullar af hræsni. Ekkert talað um skilyrði þess að viðurkenna sjálfstæði landsins.
Skilyrði Kanadastjórnar eru m.a. þau að að útiloka Hamas frá þátttöku í lýðræðislegum kosningu í Palestínu og afvopnun samtakanna. Taka skal fram að árið 2008 voru kosningar haldnar í Palestínu þar sem Hamas vann stórsigur á hinum gjörspillta Fatah-flokki sem þá var við stjórn og er enn að hluta.
Þessi beinu afskipti af innanríkismálum þjóðarinnar eru auðvitað forkastanleg og vitað mál að engin þjóð með snefil af sjálfsvirðingu mun sætta sig við slíkt (nema kannski hin spillta stjórn Abbas á Vesturbakkanum).
Þetta er þannig einber sýndarmennska í Kanadamönnum og hið sama gildir auðvitað um Bretana. Jafnframt er þetta óbeinn stuðningur við Ísrael og réttlæting á ofbeldi þeirra gagnvart Gazabúum.
Þjóðarmorðið þar er nefnilega allt Hamas að kenna!


mbl.is Kanada hyggst viðurkenna sjálfstæði Palestínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 31. júlí 2025

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.8.): 4
  • Sl. sólarhring: 56
  • Sl. viku: 112
  • Frá upphafi: 464233

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 96
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband