"Það er enginn sem má njósna"!

Þetta upphaup Dana, vegna undirróðursstarfsemi Kanans á Grænlandi, er nú eitt það hlægilegasta sem hefur komið frá Dönum í háa herrans tíð. Fyrir nokkrum árum, meðan allt lék í lyndi milli þeirra og Bandaríkjanna, komst upp um njósnir Kanans á nánum bandamönnum í Evrópu með dyggri aðstoð danskra yfirvalda. Forstöðumaður njósnastofnunar þeirra (PET) var svo heimskur að viðurkenna þessar njósnir og var settur í fangelsi og kærður fyrir landráð vegna þess.

Málið er auðvitað það að allir njósna um alla - og Vesturveldin eflaust mest allra. Þá hafa þau verið mjög dugleg við að skipta sér af innanríkismálum annarra þjóða og er valdaránið í Úkraínu 2014 besta dæmið um það. Fleiri dæmi eru fræg svo sem afskipti af kosningum í Rúmeníu, Georgíu og Moldóvu og nú síðast undirróður vestrænna þjóða í Serbíu, sem mun vera helsta orsök óeirðanna þar, en serbnesk stjórnvöld eru stuðningsmenn Rússa.

Danir hafa auðvitað tekið fullan þátt í þessum undirróðri, enda einhverjir helstu fjandmenn Rússanna. Því skýtur nokkuð skökku við þegar þeir væla yfir framferði Kanans á Grænlandi.
Það sýnir einfaldlega hvað stjórnmálamenn og fjölmiðlar eru ómerkilegir - og ganga opinberir fjölmiðlar hvað ötullegast fram í því.
Svo langt er gengið að Kananum er kennt um gagnrýnina á framkomu Dana gagnvart Grænlendingum, svo sem að neyða grænlenskar konur til að nota lykkjuna sem gerði margar þeirra ófrjóar, brottnám á grænlenskum börnum til Danmerkur til að gera þau að "dönum" osfrv. Enn í dag er komið fram við Grænlendinga sem nýlenduþjóð.
Þetta allt er þekkt sem staðreyndir, löngu áður en Kaninn fór að sýna Grænlandi áhuga. Þessi áhugi hefur þó leitt allavega eitt gott af sér. Dönsk stjórnvöld eru nú reiðubúnin að samþykkja sjálfstæði Grænlands!

https://videnskab.dk/kultur-samfund/forholdet-mellem-danmark-og-groenland-har-vaeret-som-et-parforhold-ude-af-sync/

Þessi framkoma Dana minnir á framferði þeirra gagnvart okkur (eða eins og Þorsteinn Erlingsson orti):

Því fátt er frá Dönum sem gæfan oss gaf,
og glöggt er það enn hvað þeir vilja.
Það blóð sem þeir þjóð vorri út sugu af,
það orkar ei tíðin að hylja:
svo tókst þeim að meiða’ hana meðan hún svaf
og mjög vel að hnupla og dylja;
og greiðlega rit vor þeir ginntu um haf –
það gengur allt lakar að skilja.

 

 


mbl.is Saka Bandaríkjamenn um afskipti í Grænlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. ágúst 2025

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.8.): 41
  • Sl. sólarhring: 43
  • Sl. viku: 269
  • Frá upphafi: 464615

Annað

  • Innlit í dag: 36
  • Innlit sl. viku: 244
  • Gestir í dag: 36
  • IP-tölur í dag: 35

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband