4.9.2025 | 14:28
Loksins?
Tíu ára plan ríkisstjórnar, í fimm greinum, sem þó hefur aðeins umboð þjóðarinnar í þrjú ár til viðbótar ... og allt til að leysa krafta þjóðarinnar úr læðingi, einkum úti á landi.
Samt eru flest þessi áform í andstöðu við fjölmargra, ekki síst úti á landi og aðgerðum fjarstýrt af ríkisstjórninni frá höfuðborgarsvæðinu.
Fyrir það fyrsta eru það virkjunarmálin sem á að framfylgja með offorsi og ofbeldi, en kallast á fínu máli "einföldun regluverks". Þar hittir skrattinn, orkumálaráðherrann, ömmu sína fyrir, forsætisráðherrann, enda er hann einfaldlega strengjabrúða hennar. Orkumálin hafa sætt mikilli gagnrýni umhverfissamtaka, fyrir stórtæk náttúruspjöll, sem og sveitarfélaga víða um land fyrir að taka sjálfsákvörðunarrétt þeirra frá þeim.
Í öðru lagi er það þessi meinta "einföldun" á heilbrigðiseftirliti sem er einfaldlega tilskipun frá ESB og EFTA og brýtur mjög í bága við vel virkt eftirlit sveitarfélaganna, enda fengið hörð viðbrögð þaðan fyrir miðstýringartendensa ríkisvaldsins.
Í þriðja lagi er aftur talað um "orkuöflun" þannig að greinarnar eru í raun fjórar en ekki fimm.
Svo um stórframkvæmdirnar úti á landi án þess að nokkuð sé sagt um hvað þær feli í sér. Líklega er þetta enn eitt dæmið um "orkuöflun" og þá væntanlega fyrir gagnaver sem stunda peningaþvætti (bicoin-ruglið og fleira) og fyrir risatölvur á sviði gervigreindar. Þær síðarnefndu eru mjög orkufrekar og eru því mikil ógn við náttúru landsins. Enn eitt dæmið um aðgerðir í "loftlagsmálum" sem ganga freklega á náttúruauðlindirnar.
Þá eru greinarnar orðnar þrjár en ekki fjórar, hvað þá fimm!
Í fimmta lagi (þriðja?) er skipun "atvinnustefnuráðs". Þar vekur athygli að í fyrirsvari er fyrrum starfsmaður Novo Nordisk, dansks fyrirtækis sem stórgræddi á framleiðslu þyngdarstjórnunarlyfs (offitu-) en rambar nú á barmi gjaldþrots fyrir ýmsa skandala og stórlækkaðs markaðsverðs. Vinargreiði Kristrúnar við Mette Frederikssen vegna sameiginlegrar ástar þeirra á Zelensky?
https://www.ruv.is/frettir/erlent/2025-07-29-novo-nordisk-hridfellur-eftir-uppfaerda-afkomuspa-449722
Já, fjallið/fíllinn tók jóðsótt og fæddist ... mús.
![]() |
Kristrún sýnir á spilin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 14:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 4. september 2025
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.9.): 38
- Sl. sólarhring: 40
- Sl. viku: 251
- Frá upphafi: 464990
Annað
- Innlit í dag: 24
- Innlit sl. viku: 212
- Gestir í dag: 22
- IP-tölur í dag: 22
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar