7.2.2010 | 21:02
Brögð í tafli?
Mér skilst nú að báðir aðilar saki hinn um óeðlileg afskifti af kosningunum, einkum að meina andstæðingum sínum að komast á kjörstað, eða "hjálpa" mörgum að kjósa heima. Eftirlitsaðilar segja þó að ekki kveði rammt að þessu.
Þá er nær öruggt talið að fólk streymi ekki aftur út á göturnar eins og 2004 þegar Janúkóvitsj vann einnig en neyddist til að halda aðrar kosningar vegna ásakana um kosningarsvik - og tapaði þá.
Nú er alls ekki sú stemning fyrir hendi sem þá var og að auki er nú megn óánægja með leiðtoga appelsíugulu byltingarinnar, sem hafa notað stjórnartíð sína til að hygla sjálfum sér og vinum sínum. Er svo komið að eitt mest lofandi land Evrópu er komið í hóp þeirra fátækustu, rétt eins og við Íslendingar, þ.e. vegna spillingar nýfrjálshyggjuaflanna.
Leiðinlegt fyrir vestrænu hægripressuna, en nú eru aðrir tímar en fyrir sex árum þegar glópagullið glóði sem mest.
Janúkóvítsj með forustu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 3
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 215
- Frá upphafi: 459937
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 191
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.