Vesalings Úkraínumenn

Það á ekki af Úkraínumönnum að ganga. Fyrst er þetta gósenlandbúnaðarland, fyrrum kornforðabú Evrópu, gert gjaldþrota vegna spillingar stjórmálamannanna, leiðtoga apelsínugulu byltingarinnar - og svo þetta. Nú er hættan sú að Úkraína verði stjórnlaust land ofan á allt annað.

Saga hinnar tapsáru Tímosjenko er að mörgu leyti athyglisverð. Hún hefur nefnilega ekki alltaf verið svona fín um hárið. Áður en markaðsfræðingar breyttu ímynd hennar var hún grár og gugginn fjármálaráðgjafi.

Nú er hún ídól og einhver ríkasta manneskja landsins. Stuttu eftir að hún komst í valdstólinn náði fyrirtæki hennar í mjög svo hagstæðan samning um gasvinnslu og fl. og hefur hún síðan verið kölluð gasprinsessan.

Vinir hennar sitja nú í Hæstarétti landsins. Hætt er við þeir launi henni ráðningargreiðan með því að krefjast nýrra kosninga, þeirra fjórðu í röðinni, nú þegar hún skýtur málinu til þeirra. Á meðan sveltur þjóðin í gjörgæslu Alþjóðagjaldeyrisvarasjóðsins.

Já, byltingin etur börnin sín, meira að segja byltingar borgaraaflanna, eins og raunin var í Úkraínu.


mbl.is Timosjenkó viðurkennir ekki úrslitin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 216
  • Frá upphafi: 459938

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 192
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband