10.2.2010 | 20:00
Gott hjá Steingrími...
... og Indriða.
Fólk virðist nefnilega furðu fljótt að gleyma hverjir voru við stjórnvölinn fyrir rúmu ári og keyrðu hér allt í bólakaf.
Einnig hver var rótin að þessu öllu saman, þ.e. einkakvæðing bankanna á sínum tíma. Aðeins einn af gömlu flokkunum er flekklaus af þessum óþverra öllum saman - og nýtur nú góðs af því í skoðanakönnunum.
En öfundin og illmælgin er söm við sig. Fyrstu atlögunni er hrundið. Hver verður sú næsta? Kemur hún einnig frá samstarfsflokknum í ríkisstjórn?
Stendur fyrir sínum skrifum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.11.): 85
- Sl. sólarhring: 86
- Sl. viku: 111
- Frá upphafi: 458131
Annað
- Innlit í dag: 71
- Innlit sl. viku: 96
- Gestir í dag: 65
- IP-tölur í dag: 65
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Samningsdrög frá fyrri ríkisstjórn eru ekki bindandi á nokkurn hátt. Ekkert svona er bindandi fyrr en það er farið í gegnum þing og forseta og ætti því ekki að vera að nota það sem réttlætingu á þessum hörmulega samningi.
Svo er ekki hægt að réttlæta hörmulega meðhöndlun mála með því að benda á að það sé einhverju öðrum að kenna að illa fór. Það kann vel að vera að þetta sé allt Sjálfstæðis- og Framsóknarmönnum að kenna. Það breytir bara engu um hvernig mál voru svo meðhöndluð.
Iffi (IP-tala skráð) 10.2.2010 kl. 21:04
Steingrímur og icesave-sinnar virðast ekki hafa áttað sig á því, eftir ár við völd, að vanahæfa ríkisstjórnin var ekki hrakin frá völdum til þess að hann gæti tekið upp þráðinn þar sem frá var horfið. Það að skella skuldum gjaldþrota einkabanka á almenning fyrir 1,1% lægri vextir en vanhæfa ríkisstjórnin hugðist gera eru sömu svikin við fólkið í landinu.
Fidel (IP-tala skráð) 10.2.2010 kl. 21:08
Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar stóðu sig ekkert betra í þessum efnum heldur en núverandi stjórnvöld. Vissulega náðu núverandi stjórnvöld að semja upp á betri vexti og afborgunarfrest miðað við hryllinginn frá því um fyrir áramót en þessir tveir (frá því í sumar og svo í desember) eru varla til að hrópa húrra fyrir heldur. Skoðun mín á þessum samningi hefur ekkert breyst fyrir vikið.
Það að birta þetta núna er bara leikur hjá þeim til að fiska atkvæði og fylgi að mínu mati, Jújú, Alveg eins gott að minna fólk á fyrri aðstæður en segir ekkert að núverandi samkomuleg sé eitthvað skárra þótt að einhver tölfræði sé betra að þeirra mati.
Daníel Sigurður Eðvaldsson, 10.2.2010 kl. 22:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.