2.3.2010 | 21:27
Gott, en hvernig gengur hinum Íslendingunum?
Hannes Hlífar stendur sig vel á Reykjavíkurskákmótinu og endurtekur þar góða frammistöðu sína fyrir tveimur árum. Hann býr nú í Prag þar sem hann kennir skák og virðist það hafa góð áhrif á skákgetu hans.
Tekið skal fram að skólastjóri Skákskóla Íslands telur sig ekki geta notað Hannes við skákkennslu í skólanum, og hefur þannig í raun komið í veg fyrir að Hannes geti uppfyllt skilyrði stjórnvalda um skyldur vegna stórmeistaralauna, sem Hannes er á ásamt fleiri stórmeisturum.
Annars er þetta Reykjavíkurmót líklega það veikasta sem haldið hefur verið. Enginn ofurstórmeistari er með og aðeins örfáir yfir 2600 stig.
Samt hefur Íslendingum gengið illa á mótinu, öllum nema Hannesi. Núna í næstsíðustu umferðinni töpuðu flestir þeirra, sem voru að berjast í efri hlutanum, nema þeir væru að keppa hver við annan.
Hannes er í fyrsta til öðru sæti fyrir síðustu umferð með 6,5 v. Næstur´"Íslendinganna" er Daninn Henrik Daníelsen í 18. sæti með 5 v, en Jón V. Gunnarsson og Bragi Þorfinnsson eru í 23. og 24. sæti einnig með 5 vinninga. Þá er ungi strákurinn Hjörvar Steinn Grétarsson í 27. sæti með jafn marga vinninga. Hann virðist enn eiga langt í land til að ná frambærilegum árangri á alþjóðavísu, og er að tapa stigum á þessu móti.
Mót þetta er þannig enn eitt dæmið um að Íslendingar eru að dragast aftur úr á skáksviðinu og engir ungir skákmenn að koma upp sem gæti endurreist merki fjórmenninganna sem komu Íslandi upp í 5. sæti á Ólympíuleikjunum í skák á 10. áratugnum.
Sorglegt ekki síst í ljósi þess að aldrei hefur verið gert eins mikið af hálfu stjórnvalda til eflingar skákinni, með stórmeistarlausnum, styrkjum til Skáksambandsins, reksturs Skákskólans og reksturs borgarinnar á Skákakademíunni. Svo virðist sem stjórnarkreppa ríki í skákhreyfingunni sem gerir það að verkum að ekkert verður úr þessum mikla stuðningi.
Hannes Hlífar sigraði Nataf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.11.): 6
- Sl. sólarhring: 12
- Sl. viku: 164
- Frá upphafi: 458205
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 149
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.