21.3.2010 | 16:46
Öðrum "rýmingum" aflétt???
Hvernig fréttamennska er þetta eiginlega?? Er ekki aðalfréttin sú að fólki, sem gert var að rýma hús sín í nótt og í dag, er hér með leyft að fara heim til sín??
Þetta nær til yfir 500 manns á mjög stóru svæði, svo það hlýtur að vera aðalfréttin. Blaðamenn eru hing vegar svo háðir yfirlýsingu yfirmanna almannavarna á svæðinu að þeir geta ekki breytt orðalagi fréttarinnar.
Hvernig væri að hafa gegnsæan titil: "Fólki leyft að fara heim til sín" eða einhvað á þá lund.
Mér finnst einsýnt að hér er verið að reyna að hilma yfir vandræðaganginum hjá yfirvaldinu og hinum yfirdrifnu viðbrögðum að fjarlægja fólk (og næstum með valdi) á svæði sem sagt er hafa náð alla leið til Þykkvabæjar!!!
Það hlýtur nú að vera tilefni til að taka þessa viðbragðsáætlun til endurskoðunar eins arfavitlaus og hún nú er. Til dæmis er ekkert flug leyft frá Reykjavíkurflugvelli og verður ekki fyrr en í fyrramálið!!!
![]() |
Lokun á Suðurlandsvegi aflétt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 85
- Frá upphafi: 462887
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 80
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.