Stjórnleysingar?

Eru Íslendingar stjórnleysingjar? Það hlýtur að vera stór spurning vegna þess hversu illa landinn bregst við þegar sett eru einhver takmörk á "frelsi" þeirra. Flestar athugasemdir við þessari frétt eru nefnilega mjög neikvæðar í garð umhverfisráðherra vegna ummæla hennar um að takmarka utanvegaakstur eins og þann sem við höfum verið vitni að undanfarnar vikur vegna gossins á Fimmvörðuhálsi.

Stjórnleysið hefur auðvitað komið okkur um koll oft og iðulega, eins og bankahrunið er gott dæmi um. Þar kom eftirlitsleysi og skortur á reglum af stað hruni sem þjóðin hefur aldrei upplifað áður.

En hún virðist ekkert hafa lært og telur sig geta hagað sér eins og henni sýnist, hvar og hvenær sem er. Líklega er það rétt sem haldið hefur verið fram að það hafi verið óreiðumenn sem flúðu Noreg á sinni tíð og námu land hér.

Amk virðust við eiga mest sammerkt með löndum eins og Bandaríkjunum og Ástralíu þar sem allra handa kvikindi námu land og vildu hafa sem minnst afskifti af eigin hegðun. Það sýnir sig auðvitað í mikilli glæpatíðni og samviskuleysi (ofbeldi gagnvart öðrum þjóðum) sem einkennir þessar þjóðir.

Við Íslendingar virðumst á sama báti á margan hátt. Líklega er tími til kominn fyrir okkur sem hugsum öðruvísi að koma okkur til baka til Noregs?

 

 


mbl.is Gosstöðvarnar friðlýstar?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óttar Felix Hauksson

Ertu ekki í Noregi í hálfgerðri óreiðu Torfi minn?

Óttar Felix Hauksson, 10.4.2010 kl. 22:36

2 identicon

Er ekki best að þeir fáu sem ekki "fitta" inn í þjóðina fari þá til Noregs og þá er vandamálið eins og þú lýsir því úr sögunni. þeir sem eru sammála allt búa ekki við neitt vandamál.

Glanni (IP-tala skráð) 10.4.2010 kl. 22:40

3 identicon

Af hverju heldurðu það? Mig minnir að ég hafi verið í fínum störfum (tveimur) nú um eins árs skeið.

En hvað með þig Óttar minn? Er þú ekki á Íslandi í hálfgerðri óreiðu?

Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 10.4.2010 kl. 23:19

4 identicon

Ég veit ekki hvort vandamálið verði úr sögunni, þótt "þeir fáu" sem vilja fari til Noregs (las fyrr í dag frétt um að 50% aðspurða skólanema vildu flytja úr landi). Verðu þá ekki bara óþjóðalýðurinn eftir og eyðileggur landið endanlega?

Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 10.4.2010 kl. 23:23

5 identicon

Lenín var til í að fórna 90% Rússa til að geta komið á Sósíalísku Rússlandi.  Ef umhverfisstýran fær að sitja nógu lengi verður búið að friða 90% Íslands fyrir Íslendingum.  Það má ekki gleyma því að hér er ekki um að ræða gosstöðvar í landi þar sem gos eru sjaldgæf, síðustu 100 árin höfum við fengið 30 gos, u.þ.b. 1/3 hvert ár.

 Eitt af vandamálunum með þessa ágætu konu er það að hún læknar allt með fallbyssu.  Til að koma í veg fyrir virkjun, friðlýsir hún svæði fyrir allri nýtingu, hér er ekki sett virkjanabann á svæði, heldur er ALLT bannað utan þess að ljósmynda og ganga.  Öfgahömlur eru jafn slæmar og öfgafrelsi eða öfgatrú.   Svansí er kannski öfgakona. 

Friðlýsing er venjulega varanleg, hér tímabundið ástand, sem er algengt, nýtt sem afsökun til varanlegrar aðgerðar.  Það er enginn með stórvirkar vinnuvélar að moka upp gosefni, á að friðlýsa fyrir túrisma, sem er það eina sem er í gangi þarna.  Sem betur fer er túrismi ekki bannaður á friðlýstum svæðum, á það kannski eftir að breytast.

Bjorn Jonasson (IP-tala skráð) 11.4.2010 kl. 09:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband