Refsing Guðs?

Það er ekki að ástæðulausu sem menn hér forðum hafi litið á eldgos og aðra óáran sem tákn um illsku mannanna og verk djöfulsins.
Hér er eitt erindi sem samið var tveimur árum eftir að Eyjafjallajökull gaus (árið 1612) en eftit að Englengingar rændu Vestmannaeyjar 1614 (minnir á ræðu Steingríms á þinginu nú um daginn!):

Versin fjalla um refsingu Guðs vegna synda mannanna:

“Samt var ágirnd, samt okur, rán, / samt dreiss og yfirlæti, / samt ofdrykkja, svall, ótrú, smán, / samt gekk fram holdleg kæti. / Þrá­látir héldum þennan leik / þar til vér sáum eld og reyk, / urðum fljótir á fæti.
Heyrum nú, frómir, hvað ég verð / hrópa út og fram segja: / Hér er nú stærri hefnd á ferð / í hverri menn munu deyja / ef vér gerum ei yfirbót, / afleggjum skammarverkin ljót. / Þar yfir má ei þegja.”


Þá veit maður það. Guð er að refsa okkur, og öllu mannkyni, fyrir syndir útrásarvíkinganna íslensku og fyrir nýfrjálshyggjuna eins og hún leggur sig!

Og lausnin er sú ein að við iðrumst af hjarta og gerum yfirbót!


mbl.is Ófrýnileg ásýnd Eyjafjallajökuls
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég var að kommentera á nýjustu færsluna þína en rakst svo á þessa og sé að þú ert náttúrlega ekki með fullum fimm, svo við skulum bara gleyma því að ég hafi verið að skipta mér af.

Jón Steinar Ragnarsson, 17.4.2010 kl. 17:42

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Nema náttúrlega að þú hafir verið að grínast hérna og gleymt broskallinum í lokin. Menn vilja brenna sig á því.  Það er nefnilega ekki hægt að gera satýrískar eftirhermur af trúuðum. Þeir toppa allar slíkar tilraunir með eðligslægri hegðun.  (glottkall)

Jón Steinar Ragnarsson, 17.4.2010 kl. 17:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 458045

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband