8.5.2010 | 12:52
Furðulega lítil umræða
Það hefur verið furðu hljótt um vanda bænda á öskusvæðunum, hvað sumarbeit búfjár varðar. Líklega sýnir þetta hversu langt við Íslendingar eru komnir frá gamla landbúnaðarsamfélaginu. Búsifjar af völdum eldgos hafa verið mikil og stór á liðnum öldum, ekki síst á tímum Móðuharðindanna. Umræðan sýnir einnig lítinn áhuga nútímafólks á sögu okkar.
Gosið frá Eyjafjallajökli er að vera eitthvert stærsta gos á nútíma, þ.e. eftir landnám, þó svo að jarðvísindamenn klifa sífellt á því hve lítið það sé. Það jafnast alveg á við síðasta stærsta Heklugos (1947) hvað öskumagn varðar og er alls ekkert að draga úr því.
Sem dæmi um skaðann sem svo stórt gos getur valdið landbúnaðinum má nefna að við Móðuharðindin drápust á rúmu ári 20.000 hross, 6.800 nautgripir og 130.000 fjár. Mun þau hafa leitt til fækkunar búfjár um 70% á tveimur til þremur árum.
Vindáttir hafa verið hagstæðar hingað til, á meðan gosið í Eyjafjallajökli hefur staðið, og borið öskuna yfirleitt langt á haf út (og til Evrópu) en það hlýtur að fara að breytast. Er þá hætt á að askan berist víðar og jafnvel yfir allt land. Fer þá að þrengja að bithögum fyrir grasbítana.
Til þess að geta brugðist við þessu þarf að vera mögulegt að flytja búfé jafnvel langa vegu. En þá verður að afnema hins löngu úreldu sauðfjárveikivarnir sem koma í veg fyrir slíkt. Þeim var komið á fyrir áratugum er hér voru landlægar farsóttir, sem hafa ekki verið hér lengi.
Það hlýtur að vera eitt helsta baráttumál bænda við þessar uggvænlegu aðstæður, enda neyðarrétturinn farinn að gæta sem vegur meira en löngu úreld lög um sauðfjárveikivarnir.
Útlitið dökkt með afréttarlönd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.11.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvað sem varnarlínum líður þá eru viðbragðsáætlanir í algjöru lágmarki miðað við umfang gossyns!
Sigurður Haraldsson, 8.5.2010 kl. 18:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.