30.5.2010 | 23:29
Gott hjá Gnarr!
Vilji kjósenda stendur til þess að fá ný öfl til að stjórna borginni. Fráfarandi stjórn Sjálfstæðis og Framsóknar misstu meirihluta sinn og tapaði 3 borgarfulltrúum þannig að það er ljóst að borgarbúar vilja ekki þessa flokka í stjórn áfram.
Þetta er einnig í samræmi við úrslitin annars staðar hér á höfuðborgarsvæðinu, í Kópavogi og Akranes, og á Akureyri þar sem stjórnarsamstarf Framsóknar og Sjálfsstæðisflokks var fellt.
Þannig var hrunflokkunum refsað nú rétt eins og í Alþingiskosningunum fyrir ári. Mikilvægt er að þeim verði haldið sem lengst frá völdum meðan verið er að byggja upp velferðarkerfið og innviði samfélagsins á nýjan leik eftir eyðileggingu af hálfu hrunflokkanna.
Gnarr sýnir með þessu að hann og Besti flokkurinn vilja virkilega segja skilið við hina raunverulegu hrunflokka.
Fá Vinstri græna með og þá er niðurlæging Sjálfsstæðisflokks og Framsóknar, leppa bankaræningjanna, fullkomnuð.
Viðræður halda áfram á morgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 174
- Frá upphafi: 459085
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 158
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já var það ekki, og ala betur á þessari spillingu sem er að gerast beint fyrir framan augun á okkur. Allt á kostnað hins almenna borgara sem er látin borga fyrir allt sukk og svínarí vina NÚVERANDI RÍKISTJÓRNAR... RÍKISTJÓRNAR sem er að stinga fólkið sitt beint í bakið með sviknum loforðum um að bjarga heimilum landsmanna, núna á næstunni verða þúsundir fjölskyldna heimilislausir vegna þess að þau trúðu því sem að því var lofað og kaus eftir þeim loforðum, nú Icesave loforðið sem hljóðaði þannig að það átti ekki að vera okkar að borga óreiðuskuldir annarra... ekkert búið að snúast um annað en reyna allt til að troða því á herðar okkar... okkar sem að erum að greiða þessu fólki laun.... finnst þér þetta allt í lagi....
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 31.5.2010 kl. 00:50
og smá spurning í lokin... voru það ekki VG og Samfylking sem að töpuðu með afhroðum í þessum kosningum...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 31.5.2010 kl. 00:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.