"Létu lífið"?

Voru þeir hreinlega ekki drepnir, vopnlaust fólkið (eða vopnað "hnífum og bareflum" eins og Ísraelsher fullyrðir)??

Fréttir Moggans af ofbeldi Ísraelsmanna er alltaf jafn hlutdrægar. Fyrir nokkrum dögum var sagt frá skipalestinni hér á mbl.is og andstöðu Ísraelsmanna við að leyfa hjálpargögnunum að komast til Gaza. Þá var það aðeins nefnt að Hamasliðar hafi skotið "þúsundir flugskeyta" á Ísrael en ekki nefnt einu orði árás Ísraela á Gaza fyrir rúmu ári síðan þar sem 1300 óbreyttir borgarar voru drepnir og innviðir samfélagsins lagðir í rúst.

Viðbrögð umheimsins við þessu enn einu skefjalausu ofbeldi Ísraelsmanna hafa verið hörð. Nú síðast mótmælti forsætisráðherra Noregs þessum árásum harðlega og krefst tafarlausrar óháðrar rannsóknar á voðaverkunum: http://www.aftenposten.no/nyheter/iriks/article3672798.ece

Áður hafði starfandi utanríkisráðherra Dana einnig mótmælt árásunum, en danska stjórnin er þó þekkt fyrir annað en gagnrýni á stuðningsaðila Bandaríkjamanna.

Hins vegar heyrist enn ekkert frá íslensku ríkisstjórninni. Eykst þar með enn skömm hennar hvað varðar réttlætismál bæði hér innanlands og utan. Varla nema von að stuðningsmenn hennar eru umvörpum að gefast upp á henni og leita annað.


mbl.is Henning Mankell var um borð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 159
  • Frá upphafi: 458377

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 139
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband