1.6.2010 | 09:48
Þar fór Guðni alveg með það!
Leiðinlegt fyrir Guðna að láta hluti sem þessa út úr sér. Hann hröklaðist jú frá völdum fyrir hrun og slapp þannig við spillingarstimpil þann sem er óafmáanlegur af öðrum forystumönnum Framsóknarflokksins.
Nú tekur hann hinn sama stimpil með því að sýna það dómgreindarleysi að styðja Óskar verktakaspillingar Bergsson gegn Einari Skúlasyni, þ.e. gömlu spillingaröflin gegn nýrri forystu. Áður hafði formaður flokksins gert það sama og sýnt þar með að ný andlit eru engin trygging fyrir nýjum og siðbættum vinnubrögðum.
Framsóknarflokkurinn hefur skotið sig illilega í hópinn með þessum árásum á Einar - og með viðbrögðunum við gagnrýni Guðmundar Steingrímssonar á forystuna. Sigmundur Davíð gaf í skyn að Guðmundur væri ekki framsóknarmaður, fyrst hann leyfði sér að gagnrýna sig, en virðist ekki hafa neinar athugasemdir við það að stuðningsmenn Óskars Bergssonar, þar á meðal trúnaðarmenn í flokknum, hafi kosið Sjálfstæðisflokkinn!
En líklega eru Framsóknarmenn ekki lengur framsóknarmenn heldur íhald - og ættu því auðvitað að leggja flokkinn niður og ganga í Sjálfstæðisflokkinn. Þar með erum við laus við "fjórflokkinn".
Harðvítug prófkjörsbarátta skaðaði flokkinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 159
- Frá upphafi: 458377
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 139
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.