"flasa ekki að neinu"?

"Flasa er sjaldan til fagnaðar" segir máltækið, að vísu nokkuð nýtilkomið!

Hér áður var sagt að "flana ekki að neinu" eða að "flan sé ekki til fagnaðar". Nú tíðkast hins vegar nýyrðin, sbr Gnarryrðin "fuglinn Felix" og "mér langar".

Össuri er greinilega ekki alveg rótt í skipalestarmálinu því hann lofaði á útifundi í gær að leggja til viðskiptabann á Ísrael en nú dregur hann í landi, af einstakri umhyggju í garð ... Palestínumanna!

Því er fyrir það fyrsta til að svara, að litlu munar um innflutning okkar á ísraelskum vörum, þeir komast af án okkar. Slíkt viðskiptabann er hins vegar táknræns eðlis og hefur styrk sinn þar í.

Hins vegar hafa Palestínumenn sjálfir hvatt til allsherjar viðskiptabanns á Ísrael til þess að þvinga Ísraela til að hætta umsátrinu á Gaza og hinni algjöru einangrun íbúa þar - og þvinga þá að samningaborðinu.

Það hlýtur að verða krafa alþjóðasamfélagsins, ekki síst núna þegar samviskulausir glæpamenn sitja við stjórnvölinn í Ísrael, menn sem eru margdæmdir fyrir spillingu og eiga yfir höfði sér enn fleiri dóma.


mbl.is „Alþjóðlegur glæpur Ísraels“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það var eitthvað bogið við þetta flösutal. Fattaði samt ekki hvað það var fyrr en ég las þetta.

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 1.6.2010 kl. 13:13

2 identicon

* Viðskiptabönn hafa aldrei og munu aldrei virka. Þjóðir hlusta frekar á vini sína heldur en óvini. Vesturlönd hafa oft náð að halda þeim aftur og takmarka aðgerðir þeirra.

* Það gleymist að það eru til almennir borgarar í Ísrael og örugglega mjög stór hluti þeirra ef ekki meirihluti var á móti þessari aðgerð. Er eðlilegt að refsa þeim efnahagslega? Við þekkjum það sjálf hversu ömurlegt það er að vera refsað fyrir hegðun útrásarvíkinga.

* Réttilega hefur verið bent á að Palestínumenn græða ekkert á þessu (nema hefndarþorstinn sé talinn).

* Viðskipti Íslendinga við Ísrael eru aðallega óbein. T.d. eru flestar tölvur með einhverja íhluti sem voru búnir til af Ísraelsmönnum. Ætlum við í alvörunni að hætta að versla þessar vörur?

Geiri (IP-tala skráð) 1.6.2010 kl. 14:06

3 Smámynd: Benedikta E

Torfi - Ég fékk einmitt ískur í málvitundina þegar ég heyrði "flasið" hans Össurar honum er mjög tamt í öllu sínu málsgrúði að beita allskonar "flösu tali" - eins og Grefillinn sjálfur nefnir - sem eiga sér enga stoð í íslensku máli -

Slík málleysu notkun er vissulega afskaplega sjálfs niðurlægjandi fyrir ráðherra sem vill láta til sín taka í orðræðunni og rírir hans orððræðu innihald óhjákvæmilega - að hafa ekki sómasamlegt vald á íslenskri tungu.

Benedikta E, 1.6.2010 kl. 14:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 159
  • Frá upphafi: 458377

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 139
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband