1.6.2010 | 17:27
Die Linke, "öfgavinstri flokkur"?
Mogginn fullyrðir að Die Linke, eða sá Vinstri, sé öfgavinstri flokkur og reynir beint eða óbeint að gera frásögn manns frá þeim um borð í einu birgðaskipanna sem Ísrael gerði árás á, tortyggilegan.
Þessi flokkur er arftaki kommúnistaflokks Austur-Þýskalands (sem stjórnaði landinu í yfir 30 ár) og tekur nú virkan þátt í lýðræðishefð sameinaðs Þýskaland. Hann skilgreinir sig sjálfan sem lýðræðislegan sósíalistaflokk og vann stórsigur í síðustu kosningum til sambandsþingsins í Þýskalandi. Hann er nú fjórði stærsti flokkurinn á þingi með tæp 12% atkvæða og 76 þingmenn af 622. Hann er og með yfir 30% atkvæða í Saxlandi og tæp 30% í Brandenburg.
sjá: http://de.wikipedia.org/wiki/Die_Linke
Ef þetta er vinstri öfgaflokkur þá hlýtur Vinstri grænn að vera hið sama samkvæmt þessari skilgreiningu blaðamanns Morgunblaðsins (og sósíalísku flokkarnir á Norðurlöndunum svo sem SF, Enhetslisten, Vaenstre og Sosialistisk-venstre partiet). Mætti maður biðja um betri og hlutlausari fréttamennsku, nú svona löngu eftir að kaldastríðinu lauk?
Neita ásökunum Ísraela | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 48
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 45
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
"SF", kannast ekki við það. Áttu ekki við SV í Noregi?
Rúnar Freyr Þorsteinsson (IP-tala skráð) 2.6.2010 kl. 14:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.