Lengi getur styst í málunum!

Ef mig misminnir ekki þá hefur sérstakur saksóknari sagt þetta nokkrum sinnum áður. Það sem ég man eftir er að í apríl sagði hann að fyrstu ákærurnar lægju fyrir í lok mánaðarins (eflasut sagt eitthvað svipað áður), það sama sagði hann í maí, þ.e. að ákærur lægju fyrir í maílok. Núna lofar hann engu slíku heldur aðeins að það styttist í það að ákærur verði birtar!!! Með svona áframhaldi getum við því beðið rólegt til haustsins ef ekki fram á næsta ár.

Ég vil minna á að maðurinn er búinn að sitja í embætti frá því í janúar 2099, eða í eitt og hálft ár, og enn eru engar ákærur komnar.

Svo virðist sem uppákoman með Kaupþingsmenn hafi verið sett á svið til að sefa óánægjuraddir vegna þessa seinagangs, en síðan er komið í ljós að það upphlaup var illa undirbúið. Menn voru fangelsaði að óþörfu að því er virðist, fé "gjaldþrota" manna kyrrsett og menn settir í farbann ... og síðan runnið á rassinn með allt saman.´

Mér finnst kominn tími til að dómsmálaráðherra fari að krefjast skjótari vinnubragða af sérstökum saksóknara eða fari að leita að öðrum manni í starfið.

Þá er ég ekki sammála meirihluta landsmanna um að utanþingsmenn séu góðir sem ráðherrar. Bæði dómsmálaráðherra og viðskiptaráðherra hafa sýnt mikinn sleifarhátt í að endurskipuleggja dóms- og bankakerfið og kominn tími til að pólitískt valdir fulltrúar þjóðarinnar fái að spreyta sig, fólk sem viriklega vill breyta innviðum samfélagsins og stokka upp spilin.

Þar hef ég fólk eins og Ögmund Jónasson og Lilju Mósesdóttur í huga.


mbl.is Styttist í fyrstu ákærur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er svona mikid màl ad gera framsalssamning vid Breta, svo Sigurdur Einarsson fàist framseldur? Vonandi verdur  Karl  Wernersson bràtt àkærdur fyrir ad stela bòtasjòdi Sjòvàr og skjòta  LYF OG HEILSU  undan eignum Milestone.

Steini (IP-tala skráð) 3.6.2010 kl. 13:15

2 Smámynd: ViceRoy

Verð að segja, ég held að margir átti sig engan veginn á því hversu umfangsmikil þessi rannsókn er og hversu tímafrek... Hvert einasta smáatriði skiptir vissulega máli og þarf að fara vandlega yfir hvert einasta atriði...

OG ég efast um að hann ani út í það að gefa út ákærur nema hann hafi skotheldar sannanir, því við vitum jú að það er ekki (samkvæmt mínum skilningi á íslenskum lögum) ekki hægt að lögsækja menn fyrir sama brotið tvisvar sinnum.  Svo ef þú vilt sjá menn fara í steininn, þá er tíminn akkúrat það sem þessi maður þarf til að gefa út ákærur, og koma eins og ég sagði, skothelt mál gegn þeim, svo það sé sem öruggast að þeir svari fyrir sínar sakir. 

Góðir hlutir gerast hægt, og það á sannarlega við í þessu máli.  Eins og þeir segja "Patience is a virtue"

ViceRoy, 3.6.2010 kl. 22:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 460030

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband