Litlar fréttir og lélegar

Það er athyglisvert að á meðan allir fjölmiðlar í kringum okkur fjalla ítrekað um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs þá eru allar fréttir hér í skötulíki.

Ekkert hefur t.d. verið fjallað hér á landi um aðalfréttina, þ.e. að skipverjarnir sem drepnir voru hafi flestir verið skotnir af mjög stuttu færi, í bakið eða hnakkann (5 þeirra). Þessir níu voru skotnir með 30 skotum. 60 ára gamall maður var t.d. skotinn 4 skotum og bandaríski ríkisborgarinn var skotinn 5 skotum, víðsvegar í líkamann og af 50 cm færi! Þá særðist 46 manns að auki. Sjá t.d. http://www.dn.se/nyheter/varlden/manga-aktivister-skjutna-i-huvud-och-rygg-1.1117017

Einnig vakti mikla athygli ytra, en ekki nefnt hér, að tyrknesk stjórnvöld telja árás Ísraela á skipalestina vera árás á eitt Nato-land en skipið sem varð verst úti var tyrkneskt, á alþjóðlegri siglingarleið og allir þeir sem voru drepni voru Tyrkir. Nú er bara að sjá hvort regla NATO, að árás á eitt land í bandalaginu jafngildi árás á þau öll, sé í gildi. Hún varð til þess að NATO tók þátt í innrás Bandaríkjamanna í Afganistan eftir árásina á Tvíburaturnana.

Það nýjasta er að Ísraelsher réðist nú í morgun um borð í Rachel Corrie eftir að hafa skorið á ölll fjarskiptatengsl skipsins!


mbl.is Hjálparskip siglir í átt til Gasa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Fréttir íslenskra fjölmiðla af þessum atvikum eru fyrir neðan allar hellur. Ríkisútvarpið er samt skárst. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 5.6.2010 kl. 11:51

2 Smámynd: Dingli

Það var ráðist um borð í sex önnur skip. Þar var engin mótspyrna veitt og engin meiddist.

Væntanlega hefur þú séð myndirnar að því þegar hermaðurinn lendir á efstadekki og stórir hópar fólks koma á harða hlaupum úr öllum áttum til að ráðast á hann. Upptakan, sem ég sá, sýndi ekki hvernig hann bjargaði sér, en ekki er ólíklegt að hann hafi sópað undan þeim löppunum með handvélbyssunni. Landflestir þeirra særðu eru með skotsár á fótleggjum og að allir þeir sem féllu væru skotnir af mjög stuttu færi sýnir að sérsveitarmennirnir beittu ekki vopnum sínum fyrr en í ýtrustu neyð. Takir þú í gikkinn á “saxi” skýtur það tugum skota á sek.! Fjöldi skotsára sumra sem féllu bendir því sterklega til þess að skotið hafi verið í algeri neyð á snartryllta ofstækismenn, hugsanlega vopnaða járnköllum, sem ekki var hægt að stöðva með öðrum hætti.

Að skotið hafi verið úr þyrlunum bendir til að áhafnir þeirra hafi talið sig verða að vermda sína menn í stöku tilfelli. Eitt er þó alveg á hreinu, þó margir tökumanna hafi haft gúmmí kúlur í “saxinu” þá er skotkraftur svona sveitar slíkur, að 9 fallnir sýnir að þraut þjálfuð tökusveitin hélt ró sinni þrátt fyrir snarklikkaðar aðstæður,sem ég efast um að nokkur hafi átt von á.

Hvaða afstöðu sem ég annars hef til átakana fyrir botni miðjarðarhafs, þá tek ég hiklaust málstað Ísrael í þessu tilfelli. Að ráðast gegn sérsveit sem er að taka skipið er þvílíkt brjálæði, að eingöngu heilaþvegið ofstækisfólk í leit að Paradís léti sér detta slíkt til hugar.

Dingli, 5.6.2010 kl. 12:36

3 identicon

TYRKIR  MEР ÓHREINT  MJÖL  Í  POKAHORNINU.

Þann   20.  Júlí  1974   gerðu  Tyrkir  innrás  í  Kýpur,    sögn  til     koma  aftur  á  fót   hinni  aflögðu    stjórnarskrá  lýðræðisins.   Þess  í  stað   hernámu  þeir   35%  Kýpureyjar     norðanverðu,   sem  var  aðgerð  sem  almennt  var  fordæmd  sem   brot  á  alþjóðalögum   og   stofnskrá  SÞ.   Tyrkland  sem  er  aðeins  75  kílómetra  í  burtu  hafði   hvað  eftir  annað  og  raunar  í  áratugi   haldið  því  fram  áður  og  síðar      Kýpur  hefði   mikla  hernaðarlega  þýðingu  fyrir  það.  Ankara  hefur    hundsað   fjölmargar   ályktanir  og  kröfur   um    þeir   komi  sér  burt  af  eyjunni  með  hergögn  sín  og  hermenn.

 

Skúli Skúlason (IP-tala skráð) 5.6.2010 kl. 13:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 49
  • Frá upphafi: 458387

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband