7.6.2010 | 11:42
Honum ferst!
Enn er fíflunum att á foraðið og þeim sem síst skyldi nú eins og venjulega.
Umræðan um pólitíska spillingu, undanslátt, yfirhylmingu og lygar eru nokkuð sem sjálfstæðismenn hafa þurft að sitja undir allt frá Hruninu - og eru nú að reyna að finna smjörklípu á pólitíska andstæðinga til að draga athyglina frá eigin skít.
Sigurður Kári er einn úr stuttbuxnadeild Sjálfstæðisflokksins og jafnframt einn þeirra sem neytti allra meðala til að koma sér áfram innan hans. Styrkir til hans vegna alþingiskosninganna 2007 eru ekki eins himinháir og styrkirnir til vinar hans í stuttbuxnadeildinni, Guðlaugs Þórs, en nægilega háir samt.
Samtals fékk hann 4,7 milljónir, upphæð sem margur maðurinn er dágóðan tíma að vinna sér inni. Frá Landsbankanum fékk hann 750 þúsund kr. samkvæmt upplýsingum frá bankanum, en mér vitanlega hefur hann ekki enn gefið upp hvaðan hann fékk afgangi né frá hverjum.
Hvernig væri nú að gefa upp hvaðan styrkirnir komu, hvernig þeir voru notaðir og hvort honum finnst eðlilegt að hafa tekið við þessum miklu styrkjum - áður en hann gagnrýnir aðra fyrir spillingu og lygar.
Svo ætti hann svona almennt séð að huga að orðum meistarans um að kasta ekki grjóti úr glerhúsi.
Vænd um spillingu og lygar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 158
- Frá upphafi: 458376
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 138
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
sammála í alla staði
Kristbjörn Árnason, 7.6.2010 kl. 11:50
Ekki háir styrkir eða hvað?
Sigurður Kári er líklega starfsmaður í þjálfun í sjálfstæði?
Það er líklega bara búið að skipta út helmingnum af heilanum sem guð gaf honum, og troða illa fengnum peningum S-ræningjanna með dyggri aðstoð hirðfífla B-ræningjanna?
Ef það er einn einasti Íslendingur svo auðtrúa að halda að sannleikur og umhyggja fyrir velferð almennings á Íslandi komi frá þeim sem rændu almenning á Íslandi, þá er þetta bara búið!
Nú er til dæmis Ásbjörn Óttarsson að kenna okkur allt um bókhald á ALÞINGI?
Maðurinn sem ekki vissi um eigin svik og svindl?
Annars er Ásbjörn svosem ekki verstur en hann á ekkert erindi á Alþingi Íslendinga, sem á að verja almenning fyrir svikum!
Til að vinna þar, á að vera skilyrðislaus krafa að fólk hafi hreint sakavottorð og hagur almennings sé númer eitt, en ekki hagur bókhalds-svikara!!! M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 7.6.2010 kl. 12:35
illa fengnum peningum í staðinn......... inn í heila-tómarúmið átti þetta að vera.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 7.6.2010 kl. 12:41
Það er ágætt að Sigurður Kári er loksins búinn að átta sig á að það fyrirfinnst spilling í íslenskri pólitík.
Þarfagreinir, 7.6.2010 kl. 12:58
Sigurður Kári vill líklega að Davíð verði endurráðinn sem seðlabankastjóri.
Guðmundur Pétursson, 7.6.2010 kl. 18:53
Auðvitað er eðlilegt að það megi ekki upplýsa hver lofaði Má launahækkun. Eins er eðlilegt að setja íslandsmet í tímabundnum ráðnngum flokksgæðinga. Hjá vinstri stjórn heita þetta eðlileg vinnubrögð þetta heitir bara spilling ef Sjálfstæðisflokkurinn er við völd
Hreinn Sigurðsson, 7.6.2010 kl. 23:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.