7.6.2010 | 14:32
Tölvuþrjóti hugnaðist ekki!!!
Já, merkilegar eru þessar fréttir sem starfsmenn mbl.is eru að þýða fyrir okkur úr erlendum miðlum, líklega bandarískum að þessu sinni.
Þrjóturinn er virðingarverður fyrir föðurlandsást sína en maðurinn sem talinn er hafa upplýst alheim um glæp Bandarílkjahers gegn óbreyttum borgurum í Írak (og líklega Afganistan einnig) er fyrirlitlegur svikari enda handtekinn fyrir bragðið.
Já, við erum að tala um helsta lýðræðisríki í heimi þar sem frelsið ríkir í sinni fegurstu mynd! Reyndar minna þessi viðbrögð á annað mikið "lýðræðisríki", það "eina" í sínum heimshluta, þ.e. Ísrael. Það dæmdi mann í lífstíðarfangelsi fyrir það eitt að upplýsa um að Ísrael ætti kjarnorkuvopn og lét hann afplána 16 ár í fangelsi og eftir það farbann og einangrun.
Já, mikil er lýðræðis- og frelsisást þessara landa - og til fyrirmyndar fyrir okkur hin sem erum svo vitlaus að trúa því að opinber umræða og gagnrýni á stjórnvöld séu hluti af lýðræðis- og frelsishefð Vesturlanda.
Handtekinn vegna gruns um upplýsingaleka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 158
- Frá upphafi: 458376
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 138
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.