Tíðindalítill leikur

Það hefur lítið gerst í leik Portúgals og Norður-Kóreu fyrir utan markið og svo skalla Carvahlo í utanverð samskeytin.

Kóreumenn eru þó alltaf líklegir og hafa átt sín færi. Portugalar fá að leika sinn leik meira nú en á móti Fílabeinsströndinni, sérstaklega Ronaldo sem hefur verið mikið í boltanum. Þá koma "gömlu mennirnir" Simao og Tiago með reynslu og tækni inn í liðið en Tiago átti sendinguna sem gaf markið.

http://www.eurovisionsports.tv/fifaworldcup/

 


mbl.is Markamet í stórsigri Portúgals
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú varst aðeins of fljótur á þér þarna... Sjö-núll er allavega ágætis markaveisla...

Lilja Guðrún (IP-tala skráð) 21.6.2010 kl. 13:27

2 identicon

Já, þetta átti að vera tíðindalítill fyrri hálfleikur!!

Ég er að verða eins og hinn ofvirki Hjörtur Haflliðason, flýti mér of mikið!!

Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 21.6.2010 kl. 13:32

3 identicon

Hver er Hjörtur Hafliðason? Hjörtur Hjartarson eða Hjörvar Hafliðason?

Sigurður (IP-tala skráð) 21.6.2010 kl. 13:51

4 identicon

Hjörvar átti þetta að vera!

Annars er ljóst að Portúgalar eru stórhættulegir ef þeir fá að leika svona frjálst eins og Norður-Kórea leyfði í þessum leik. Þá má búast við að þjálfari þeirra notist við sama byrjunarliðið í næsta leik, eða leikjum, enda frábærir sóknarleikmenn í þeirri uppstillingu.

Vonandi verða þessi úrslit til þess að önnur lið, eins og Ítalía, hætti að stilla upp varnarsinnuðu liði og leyfi sóknarsinnuðum leikmönnum að byrja inn á (Camaronesi hjá Ítölum til dæmis sem gjörbreytir leik liðsins um leið og hann kemur inn á).

Þá gæti frekar leiðinleg heimsmeistarakeppni til þessa breyst í hina bestu skemmtun.

Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 21.6.2010 kl. 13:55

5 identicon

Tja, Þjóðverjar unnu Saudi-Arabíu 2002 í riðlakeppninni 8-0 og komust í úrslit...e-ð svipað að fara að gerast hér? Kv...

Eiki S. (IP-tala skráð) 21.6.2010 kl. 14:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 159
  • Frá upphafi: 458377

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 139
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband