Úruguay á greiðri leið í 4. liða úrslit?

Úruguay hefur komið einna mest á óvart á HM eins og er fyrir skemmtilega knattspyrnu. Menn hafa bent á að A-D riðlar undankeppninnar séu miklu léttari en hinir fjórir og að lið eins og Úruguay eigi því greiða leið í fjögurra liða úrslit.

Þessu með léttari riðla er ég sammála en ekki að Úruguay eigi greiða leið nú. Fyrst er það að vinna Suður-Kóreu sem hefur sýnt fína leiki - og síðan bíða Bandaríkjamenn eða Ghana sigurliðsins.

Bandaríkjamenn hafa sýnt sig vera stórhættulegir, enda leyfa dómararnir þeim að komast upp með mjög grófan leik ("líkamlega sterkir" segir Hjörvar Hafliða um tuddaskapinn í þeim). Þá er Ghana með flott lið.

Allavega bjóða leikir dagsins upp á mikla spennu, enda hver leikur úrslitaleikur úr þessu.

Nú verða allir leikir sýndir beint á RÚV en fyrir þá sem ekki hafa sjónvarp má benda enn einu sinni á útsendingu hér: http://www.eurovisionsports.tv/fifaworldcup/

 


mbl.is Úrúgvæ fyrst liða í 8-liða úrslit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ef stigafjöldi liðanna í hverjum riðli samkvæmt styrkleikalista FIFA er lagður saman lítur stigatala, eða styrkleiki riðlanna svona út:

A-riðill: 3230
B-riðill: 3555
C-riðill: 3706
D-riðill: 3715
E-riðill: 3569
F-riðill: 3191
G-riðill: 4317
H-riðill: 4053

Af þessu sést að G- (Brasilía og Portúgal) og H-riðlarnir (Spánn og Chile), eru langsterkastir og þar á eftir koma C- (USA og England) og D-riðlar (Þýskaland og Ghana.) Síðarnefndu riðlarnir eru þó jafnari.

Spánn og Portúgal eru í öðru og þriðja sæti FIFA-listans og Brasilía á toppnum. Það er eitthvað skrýtið við kerfi sem lætur tvö af þremur sterkustu liðunum mætast innbyrðis í 16 liða úrslitum, auk þess sem tvö efstu liðin lenda saman í riðli.

Ég hélt að þessu væri skipt upp í potta og útilokað að tvö lið úr sama styrkleikaflokki röðuðust saman í riðla. Hef eitthvað misskilið kerfið.

Theódór Norðkvist, 26.6.2010 kl. 17:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 460030

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband