Fótboltaleikur stendur í 2x45 mín. og svo vinnur Þýskaland?

Ég kann nú ekki alveg þennan þekkta frasa sem hlýtur að koma frá leikjum Þýskalands og Englands en eftir úrslitaleikinn á Wembley 1966 hafa liðin leikið fjórum sinnum í HM og EM - og Þýskaland alltaf unnið.

Reyndar stenst yfirskriftin ekki alveg því yfirleitt hafa leikir þessara þjóða farið í framlenginu (þ.e. 2x60 mínútur) og tveir þeir síðustu í vítaspyrnukeppni.

Haft er eftir David James markmanni Englendinga að hann hafi horft mikið á Youtube upp á síðkastið til að stúdera vítaspyrnur Þjóðverja og einnig er sagt að þjálfarinn sé að þjálfa leikmenn enska landsliðsins í að taka víti. 

Það hlýtur að fara að koma að Englendingum. Þeir eru með rándýran þjálfara sem átti að koma vit í enska ruglið - og með lið sem hefur leikið mikið saman.

Þjóðverjar eru hins vegar með ungt lið sem ekki hefur mikla samæfingu ...

Leikurinn stendur í 2x45 mín + 2x15 mín og fimm vítaspyrnur á hvort lið - og England vinnur!


mbl.is Þjóðverjar skelltu Englendingum 4:1
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Soccer is a game for 22 people that run around, play the ball, and one referee who makes a slew of mistakes, and in the end Germany always wins." Gary Lineker

Elvar Freyr Helgason (IP-tala skráð) 27.6.2010 kl. 16:09

2 identicon

Já, passar vel þetta síðasta" referee who makes a slew of mistakes, and in the end Germany always wins"!

Annars er þetta algjör dómaraskandall - og það versta sem hefur sést lengi á fótboltavellinum. Kommon! það er jú árið 2010 en ekki 1966 og tæknileg aðstaða öll svo gjörbreytt að þetta á ekki að geta gerst í dag ...

Þetta sýnir svo auðvitað að nú er ekki hægt að komast hjá því að hafa eftirlitsmyndavélar við mörkin eins og margoft hefur verið talað um. Þeir einu sem munu vera andvígir því eftir þennan leik er hinn gjörspillti forseti FIFA og svo hinn "ungi og graði" Hjörvar Hafliðason.

Það er kominn tími til að stokka upp innan FIFA til að losna við spillingarstimpilinn sem loðir við sambandið og þennan annars skemmtilega leik.

Auk þess við ég losna við hinn fullyrðingaglaða Hjörvar úr HM-sjónvarpinu. Leiðinlegri montrass og besserwisser hef ég aldrei upplifað á ævinni.

Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 27.6.2010 kl. 16:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 460030

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband