28.6.2010 | 11:43
Sepp Blatter ber sökina
Flestir sem skrifa um dómaramistökin í leikjunum tveimur í gær ber saman um að það sé forseta Fifa, Sepp Blatter, að kenna að mistök eins og þessi geti enn á sér stað.
Sænskur fótboltaskríbenti segir að Blatter haldi alþjóðaknattspyrnusambandinu enn á apastiginu og standi nú allsber eftir ("med brallorna nere"). Atvik sem þessi eyðileggi skemmtunina sem menn upplifa af frábærum leik eins og þeim á milli Þýskalands og Englands.
Danir benda og á að úrúgvæíski dómarinn, sem dæmdi áðurnefndan leik, hafi árið 2004 verið settur í hálfs árs bann (þ.e. mátti ekki dæma í heimalandi sínu) vegna skandals þar í landi. Ekki kemur fram hvers vegna en líklega hefur það verið vegna þess að hann hagræddi úrslitum.
Þetta er opinbert og því algjör hneysa að Fifa hafi leyft þessum dómara að dæma í úrslitakeppni HM.
Það leiðir einnig hugann að því af hverju Sepp Blatter og forysta Fifa er svona andvíg notkun vídeóupptökuvéla uppi við mörkin. Röksemdin er sú að slíkt eyðileggi leikinn, þ.e. hinn mannlega þátt þess.
Miðað við spillingarorðróminn sem er viðloðandi Blatter og Fifa þá er spurning hvort spilling og klíkuskapur (ríkir mannlegir þættir ekki satt) sé hluti af fótboltanum.
Ég segi nei og tel nauðsynlegt að þessi spillingarkeimur verði fjarlægður af fótboltanum, rétt eins og hefur tekist að mestu með frjálsar íþróttir - og hjólreiðar og skíðaganga eru á góðri leið með að takast.
Markið hjá Lampard ekki hápunktur að mati FIFA | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 48
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 45
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég hef lengi viljað myndavélatækni í knattspyrnu og ekki bara útaf svona atvikum heldur líka útaf leikaraskap.
Ég styð Þýskaland á HM og hef gert allar götur síðan ´86 og það breytist seint ef þá nokkurn tíman en það hefði þurft myndavél til að sjá þetta atvik. Línuvörðurinn getur ekki séð þetta enda þvaga af mönnum í hans sjónlínu því hann á ekki möguleika á því að hlaupa á kannski 100km hraða niður að hornfána en það er svona c.a. áætlaður hraði á svona skotum give or take.
Ég finn til með Englendingum en ég er líka feginn að þeir séu dottnir út enda ótrúlega illa spilandi lið á meðan Þýska stálið er eins og vel smurð vél(pínku hlutdrægur hehe).
En já ég vil myndavélatækni og ekki bara í svona atvik. Þó ég sé Liverpool maður þá get ég viðurkennt það að Gerrard er ansi duglegur við að dýfa sér. Ég vil sjá myndavélatækni í dýfingaratvikum hjá mönnum eins og Drogba, Ronaldo, Gerrard og öllum hinum sem ég nenni ekki að nefna. Svo vil ég bönn og sektir á menn fyrir þennan ósóma því þetta er ekkert annað en svindl og menn að reyna að hagræða úrslitum með svindli. Ég sé ekki mun á þessu eða mútum. Jafn skelfilega lágkúruleg framkoma.
Burt með dýfingar úr knattspyrnu. Held að það væri fínt að taka íslensku stelpurnar sem fyrirmynd. Berjast um alla bolta og liggja ekki út og suður stórslasaðar eftir að hár andstæðingsins dinglaði í öxl þeirra.
Júlíus Valdimar Finnbogason, 28.6.2010 kl. 12:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.