Hafði ástæðu til að vera fúll!

Samkvæmt útreikningum Spænska ríkissjónvarpsins (!) var David Villa 22 cm fyrir innan aftasta varnarmann Portúgala þegar hann fékk boltann í fyrra skiptið (en skoraði í annarri tilraun).

Það er rangstaða og markið því klárlega ólöglegt.

Munurinn frá fyrri dómarahneykslum er þó sá að það var erfitt að sjá þetta, þó svo að oft hafi verið dæmd rangstaða þar sem munurinn hefur verið mun minni, eða þá kannski enginn og því rangt dæmt.

Þetta mark er enn ein ástæða þess að taka skuli upp vídeoupptökuvélar við mörkin - og að dómarar geti stutt sig við endursýningar í vafaatriðum. Þetta er gert í öðrum mjög vinsælum íþróttum eins og tennis og íshokkí og hefur ekkert dregið úr vinsældum þeirra við það heldur þvert á móti.

Með þessu verður einnig dregið úr samsæriskenningum um að dómararnir hafi haldið með öðru liðinu, þ.e. að þeir hafi ekki verið hlutlausir, hvað þá úr ásökunum um mútur og fyrirfram hagræddum úrslitum.


mbl.is Ronaldo: Ég er niðurbrotinn maður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 164
  • Frá upphafi: 458205

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 149
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband