Þjóðverjar með yfirlýsingar

Þjóðverjar byrjuðu að reyna að æsa Argentínumenn upp um leið og ljóst var að þeir yrðu mótherjarnir í 8-liða úrslitum.

Argentínumenn eru sagðir árásargjarnir og dónalegir og kunni ekki að tapa. Þar er vísað til leik Þýskalands og Argentínu á HM fyrir fjórum árum þegar Þjóðverjar unnu þá í vítaspyrnukeppni í 8-liða úrslitum við litla kátínu Argentínumanna.

Eftir að úrslitin voru kunn kom til átaka meðal leikmanna og liðshópanna, sem einkum voru rakin til dómgæslunnar í leiknum en einnig til atviks í sjálfri vítaspyrnukeppninni þar sem einn Þjóðverjanna sýndi Argentínumönnum fokkmerkið eftir að hafa skorað. Var t.d. Frings settur í eins leiks bann fyrir að slá Argentínumann í andlitið. Vildu þeir kenna banninu að þeir töpuðu svo fyrir Ítölum í undanúrslitum.

Þessi uppákoma núna er greinilega úthugsuð taktík hjá Þjóðverjum því tveir af þeirra lykilspilurum hafa komið fram með þessar fullyrðingar, þeir Bastian Schweinsteiger og fyrirliðinn Philipp Lahm. Nú á að æsa hina skapheitu Argentínumenn upp til að þeir missi stjórn á sér á vellinum, rétt eins og Brassarni gerðu á móti Hollendingum. Svo sér dómarinn, hliðhollur Evrópuþjóðunum, um að koma Suður-Ameríkumönnunum útaf.

Ekki er þó víst að þetta takist svo auðveldlega því Maradona hefur svarað þessu nú þegar á réttan hátt, sagt að Þjóðverjarnir hljóti að vera á taugum fyrir leikinn!

Vonandi verður leikurinn í dag skemmtilegri en sá fyrir fjórum árum, en þá lágu báðar þjóðirnar í vörn allan leikinn og léku gróft.


mbl.is Maradona og hans menn í hefndarhug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sá sem þekkir til Þjóðverja veit að þeir fara aldrei á taugum...og í gagnrýninni var ekkert rangt. Þótt vissulega hafi hún verið óþarfi...kv

Eiki S. (IP-tala skráð) 3.7.2010 kl. 09:32

2 identicon

Það er auðvitað spurning hver er með mesta áreitið. Eftir góðan árangur Suður-Ameríkuliðanna á HM hafa Evrópuliðin byrjað áróðurshernað sem gengur út á gömlu lummuna, hversu Suðurlandabúarnir eru skapheitir, með stuttan kveikiþráð og sífelldan leikaraskap, leiki gróft og séu stanslaust nöldrandi í dómaranum.

Við sáum í leik Hollendinga og Brasilíu að þessu var einmitt öfugt farið. Það var gamla, göfuga nýlenduþjóðin sem var með látalæti, lék gróft og var sífellt að reyna að hafa áhrif á dómarana.

Þetta sá m.a.s. gleðipinnarnir í sjónvarpinu - og var t.d. bent á hvernig fyrirliðinn Bommel hegðaði sér (sem aðstoðardómari). Samt gátu íslensku spekingarnir ekki annað en viðurkennt að þeir héldu með Evrópuliðunum - vegna þess hversu mikilvægt það væri að hafa sem flest evrópulið í keppninni en slík mun fara eftir árangri á HM.

Þetta átti sem sé að auka möguleika okkar litla Íslands eins og það sé einhver von til þess að við komumst í úrslit HM meðan við höfum slíka þjálfara sem undanfarið.

Mætti maður biðja um aðeins meira hlutleysi?

Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 3.7.2010 kl. 10:39

3 identicon

Ég held að það sé alveg óþarfi að fara á límingunum útaf því hver heldur með hverjum. Ég held soldið með ARG en einfaldlega meira með GER, meiri tenging enda bý ég þar. Hver getur svo haldið með þeim sem honum sýnist. En það er náttlega síðasta sort að íþróttafréttamenn séu að lýsa yfir stuðningi við lið á hæpnum forsendum...það er einfaldlega bannað. Draumaúrslitaleikur í mínum augum væri GER-NED. Og alls ekki vegna þess að þar séu evrópulið á ferð...:) Kv...

Eiki S. (IP-tala skráð) 3.7.2010 kl. 11:37

4 identicon

Já, þetta er alveg rétt hjá þér. Rökstuðningur fyrir tilvist Ríkissjónvarpsins er fyrst og fremst, að sögn yfirvalda, til þess að gæta hlutleysis - og styðja lýðræðislega umræðu.

Þessi yfirlýsta stefna RÚV virðist ekki hafa verið kynnt sparkspekingunum á hinni svokölluðu HM stofu - og af lýsingum hér er auðheyrt með hverjum þulirnir halda hverju sinni.

Ég hef sjálfur búið lengi erlendis og er ekki vanur svona löguðu, nema þá auðvitað þegar um er að leikir landsliðs umrædd lands (sem reyndar einnig er hvimleitt fyrir utanaðkomandi sem horfir á þá leiki "utanfrá"). 

Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 3.7.2010 kl. 12:17

5 identicon

Dómarar hliðhollir Evrópuþjóðum? Hvaða bull er þetta? Finnst bara einmitt tími kominn til að einhver önnur þjóð en frá Suður-Ameríku vinni þetta mót. Og já er alveg sammála því að þeir eru voða skapheitir, tapsárir, með stuttan þráð og sífellt vælandi. En það eru til dæmis Ítalir líka.

Það sem af er liðið þessum leik núna 25 mín þegar þetta er skrifað eru Þjóðverjar að spila miklu skemmtilegri fótbolta og virka miklu líklegri í þessum leik.

Hins vegar sammála þessu með RÚV, mættu alveg skoða hlutleysið hjá sér betur, en það er kannski við of miklu að búast enda hefur þetta alltaf verið svona þar sama hvaða íþrótt það er

Dabbi (IP-tala skráð) 3.7.2010 kl. 14:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 49
  • Frá upphafi: 460031

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband