Frá Íran??

Enn eru Bandaríkjamenn við sama heygarðshornið. Hin margumrædda uppsetning "varnareldflauga" Bandaríkjanna við landamæri Rússlands eiga að vernda þá frá árásum Írana. Efahyggjumenn spyrja sig af hverju slíkar eldflaugavarnir séu þá ekki frekar settar upp í Tyrkland og telja, rétt eins og Rússar, að eldflaugunum sé stefnt að Rússum og þá ekki endilega í "varnarskyni".

Annars sýnir þetta svart á hvítu að ekkert hefur breyst í útþennslustefnu Bandaríkjanna við það að Obama tók við sem forseti af Bush. Bush greyið er sagður einhver versti forseti landsins frá upphafi og einkum vegna utanríkisstefnunnar. Þrátt fyrir það þá fetar Obama og haukurinn Clinton auðfús í fótspor hans.

Enn er herlið USA í Írak og ríkisstjórn demókrata hefur stóraukið hernaðinn í Afganistan síðan hún komst til valda. Nú síðast var yfirmaður herafla USa í landinu rekinn en hann var þekktur fyrir að vilja semja við Talibana og að loftárásum og drápum á almennum borgurum verði hætt.

Síðasta uppákoman í syndaregistri Obama og co var fyrr í vikunni þegar um 10 manns af rússnesku bergi brotnir voru handteknir í Bandaríkjunum fyrir "njósnir". Líklega hafa þær handtökur verið gerðar til þess að réttlæta undirskrift samningsins við uppsetningu eldflauganna í Póllandi.

Maður spyr sig hvort nýtt kalt stríð sé að byrja?

Ef svo verður þá verður einkunn lýðskrumarans Obama enn verri en Bush, þegar stjórnartíð hans lýkur.


mbl.is Samið um eldflaugavarnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 48
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband