3.7.2010 | 18:17
Sögulegt ef Spánn kemst áfram!
Samkvæmt tölfræðinni verður það sögulegt ef Spánverjar komast í fjögurra liða úrslit á HM en þar voru þeir síðast fyrir 60 árum!
Ef mönnum finnst andstæðingurinn léttur nú, má benda á að síðast er Spánn átti möguleika á að komast áfram úr átta liða úrslitum var á móti Suður-Kóreu árið 2002, en töpuðu. Sama gerðist 1994 á móti Ítölum. Árið 1986 töpuðu þeir í 8-liða úrslitum fyrir Belgum!
Paraguay virðist vita af þessu og sendir hálfgert varalið gegn Spánverjum, gera sex breytingar frá síðasta leik!
![]() |
Villa tryggði Spáni sigur og undanúrslitaleik við Þýskaland |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.3.): 6
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 293
- Frá upphafi: 461706
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 241
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jafn leikur og jafnt í hálfleik. Spánverjar mun meira með boltann en engin dauðafæri.
Paraguayar hafa hins vegar verið skeinuhættir í sklyndisóknum og skoruðu mark sem ranglega var dæmt af fyrir rangstöðu.
Vadez skoraði það mark en hann, sem var varamaður í síðasta leik Paraguay, hefur verið besti maður vallarins hingað til.
Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 3.7.2010 kl. 19:21
Hörkuleikur og mjög spennandi allt til loka. Markið flott hjá Spánverjum og Villa maður mótsins hingað til.
En ef dómarinn, sem annars var góður í leiknum, hefði þorað að dæma markið gilt sem Valdez skoraði en hann var alls ekki rangstæður, eða látið endurtaka vítið sem Paraguayar klúðruðu (á sömu forsendu og hann lét endurtaka víti Spánverjanna) þá hefðu úrslitin getað orðið allt önnur.
Paragauy fer þó með heiðri út úr þessari keppni, sem varla verður sagt um Argentínu og jafnvel ekki Brasilíu heldur. Litlu þjóðirnar frá Suður-Ameríku hafa verið að gera það mjög gott í þessari keppni.
Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 3.7.2010 kl. 21:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.