Eins og þjófar á nóttu

Það er skömm að þessi maður, sem var hundeltur af yfirvöldum eigin lands, Bandaríkjanna, fyrir það eitt að taka ekki þátt í pólitísku sjónarspili þeirra (viðskiptabanni á hina gömlu Júgóslavíu), skuli ekki fá að hvíla í friði í gröf sinni.

Það er skömm fyrir alla sem að þessu koma, Hæstarétt fyrir að dæma á þennan hátt, sýslumanninn í Árnessýslu fyrir að mótmæla ekki þessum gjörningi, sem og sóknarprestinn sem átti sinn þátt í að koma Fischer ofan í jörðina þarna fyrir austan.

Málatilbúningur konunnar frá Filippseyjum er nefnilega með ólíkindum. Það ætti að vera öllum ljóst að Fischer gat ekki verið faðir dóttir hennar, enda viðurkenndi hann það aldrei - og aldrei komu fram neinar fullyrðingar um það fyrr en að "Vinir" Fischers fóru að garfa í málinu samfara því að unnið var að komu hans hingað til lands.

Vin- og rausnarskapur Fischers í garð þessarar konu og dóttur hennar, konu sem allt bendir til að hann hafi kynnst fyrst eftir fæðingu stelpunnar, varð til þess að hann fékk ekki að hvíla í friði í gröf sinni. Laun heimsins eru vanþakklæti.

Auðvitað kemur í ljós að allt þetta brambolt verður til einkis - og allur vafi af tekin um að Fischer á ekki barnið. En dýrt er það og niðurlægjandi fyrir minningu hans.

Þá er og spurn hvað gerist þegar upp kemst að þetta allt saman er uppspuni? Hver er þá skaðabótaskyldur fyrir þessu líkráni? Sú filippseyíska, lögfræðingar hennar, vinir hér heima eða Hæstiréttur?

Líklega enginn nema almenningur sem þarf að borga brúsann eins og venjulega, blæða vegna ágirndar einstaklinga, ágirndar sem kerfið ýtir undir með ráð og dáð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ertu ekki of harðorður og dómharður? Og er lýsing þín á aðgerðum filipeysku konunnar rétt? Hún hlýtur að hafa eitthvað fyrir sér, trúverðugan grun um að Fischer sé faðir barnsins. Manneskjan veit væntanlega að erfðarannsókn lýgur ekki. Og hún veit hvernig börn verða til. Jafnvel þó komi í ljós að Fischer eigi ekki barnið sannar það engan veginn þá siðfeðrisbresti sem þú ert að eigna konunni. Barn á rétt á að fá viðurkennt hver er faðir þess og ef  sá faðir deyr frá peningum er það sanngjarnt að réttur erfingi fái þá peninga en ranglátt ef það verður ekki. Það er engin ágrind en hún er talin ein af dauðasyndunum og verulega andstyggileggt hvernig þú stillir þessu upp. Það er kannski óþægilegt að grafa upp lík en það kemur fyrir ef það þykir óhjákvæmilegt að góðra manna yfirsýn vegna mikilla hagsmuna. Það er út úr öllu korti að kalla slíkt líkrán. Og svo ég gerist nú sjálfur harðorður og dómharður eins og þú í þessu máli: Það er skömm að því  hvernig þú skrifar opinberlega um útlenda konu sem ekki hefur mikil tækifæri til að verja sg á sama vettvangi.

Sigurður Þór Guðjónsson, 5.7.2010 kl. 13:23

2 Smámynd: Óttar Felix Hauksson

Skaðabótaskyldur gagnvart hverjum? Hvern er verið að skaða. Líkránið var löngu framið. Hið eiginlega líkrán átti sér stað þegar Garðar Sverrisson í skjóli nætur rændi líkinu að næturlagi í Reykjavík, án dánarvottorðs, umboðslaus með öllu, ók því austur fyrir fjall og lét mág sinn husla því niður í heimagarði tengdaföður síns. Hvað ætli hafi knúið hann til slíks óhæfuverks? Sennilegast framtíðar hagnaðarvon fjölskyldunnar í formi minjgripasölu og umferðar erlendra ferðamanna.

Óttar Felix Hauksson, 5.7.2010 kl. 15:24

3 identicon

Siggi minn. Ágirnd er ein af dauðasyndunum samkvæmt miðaldaguðfræði kaþólskri. Nú í dag er hún hins vegar drifkraftur okkar kapitalíska samfélags og nær allir sýktir af henni. Þannig séð gapa því logar vítis við okkur Vesturlandabúum hvort sem við trúum á þann fúla stað eða ekki!

Ef ég hef rangt fyrir mér varðandi filippeysku konuna mun ég vera fyrstur manna til að biðjast opinberlega afsökunar, ekki aðeins gagnvart henni og dóttur hennar, heldur gagnvart öllum þeim aðilum sem hafa verið að etja henni út í vitleysuna, þar á meðal Vinir Fischers svo sem Einar S. Einarsson, Helgi Ólafsson, Guðmundur G. Þórarinsson, Óttar Felix, og meira að segja hinn virti fornleifafræðingur og gyðingaelskari Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson. 

Auðvitað mun ég einnig biðja þig afsökunar Siggi minn, ekki bara á þessu heldur einnig fyrir að hafa kallað þig Sigga Truntusól fyrir margt löngu!

Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 5.7.2010 kl. 16:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 46
  • Sl. sólarhring: 131
  • Sl. viku: 295
  • Frá upphafi: 459216

Annað

  • Innlit í dag: 44
  • Innlit sl. viku: 271
  • Gestir í dag: 44
  • IP-tölur í dag: 44

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband