Af hverju er svona nokkuð ekki frekar gert við Ísrael?

Enn skerpir Obama á harðlínustefnuna gegn þeim ríkjum sem lúta ekki í einu og öllu vilja þeirra. Það að neita að afgreiða farþegaflugvélar einhvers ríkis hlýtur að vera brot á alþjóðalögum, þrátt fyrir samþykkt SÞ um hert viðskiptabann við Íran. Það getur ekki náð svona langt.

Og hver er svo sök Írans? Ekki hafa þeir gert árásir á þegna annarra þjóða, eins og Ísraelsmenn gerðu sig seka um fyrir nokkru og brutu þannig öll alþjóðleg lög. Ekki afgirða þeir minnihlutahópa í landinu og halda þeim í sárri fátækt eins og Ísraelsmenn gera gagnvart íbúum á Gaza. Ekki rífa þeir hús þjóðernisminnihlutahópa í alndinu sínu til að geta byggt aðrar og betri íbúðir eða verslunarhallir fyrir eigin þjóð, eisn og Ísraelar eru að gera á herteknu svæðunum. Ekki ekki egia þeir yfir að ráða kjarnorkuopnum eins og Ísraelsmenn, eign sem Vesturlönd með USA í broddi fylkingar hafa aldrei gert neina athugasemd við. Osfrv. osfrv.

Nei eina sök þeirra er að vilja reisa kjarnorkuver í landi sínu, sem er nokkuð sem flestar aðrar þjóðir heims hafa talið vera innanríkismál þeirra sjálfra og sjálfsagt réttindamál, ef þær vilja svo.

Nei, málið er það að reyna skal með öllum ráðum að koma í veg fyrir þróun þessa samfélags til nútímans því þá gætu þegnarnir orðið ánægðir með stjórnvöld, semleyfa sér að standa upp í hárinu á Vesturlöndum, já meira að segja upp í hárinu á hinni útvöldu þjóð Guðs, Bandaríkjamönnum.

Já hræsnin skal síst þér sóma ... eða þannig. Já, syndaregistur hins kærleiksríka mannvinar Barack Obama bara vex og vex.


mbl.is Neita að setja eldsneyti á íranskar þotur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Lítil er vitneskja þín Torfi.

Írönsk stjórnvöld hafi í áratugi ofsótt og drepið minnihlutahópa eins og Kúrda og Bahaí-trúarfólk. Samkomustaðir þeirra og heimili hafa verið jöfnuð við jörðu og fólk flæmt í burtu. Það eru þeir heppnu. Strax eftir byltinguna 1979 byrjuðu írönsk stjórnvöld fjöldaaftökur á Bahaíum Um 2.000 opinberar aftökur voru í Íran í fyrra, er þá fólk hengt í kranabílum á torgum, ljósastaurum eða það sem hentugast er.

Írönsk stjórnvöld taka unlinga af lífi og bíður einn aftöku á morgunn fyrir meint morð sem hann á að hafa framið 15 ára gamall.  Grýtingar "sakamanna" fara í vöxt.  Er þá hinn dæmdi grafinn í sand.  Upp að hálsi ef hann á að deyja fljótt en annars er fólk gragið upp að mitti til að lengja dauðastríð þess.

Það er ótrúlegur hryllingur sem er að eiga sér stað í Íran í dag og klerkastjórnin er hamlaus í blóðþorsta sínum nú þegar hún er farinn að finna að hún stendur ekki lengur traustum fótum.  Það er tími til kominn að alþjóðasamfélagið geri sér grein fyrir þeim hryllingi sem er að eiga sér stað í Íran í dag.

Kjarnorkubrölt íranskra stjórnvalda er minnsta áhyggjuefni landsmanna heldu þær gífurlegu blóðsúthellingar og ofsóknir sem að stjórnvöld standa fyrir.

Egill Þorfinnsson (IP-tala skráð) 5.7.2010 kl. 16:56

2 identicon

Geturðu vísað í áreiðanlegar heimildir fyrir þessu Egill, heimildir frá alþjóðlegum mannréttindastofnunum en ekki einhverjum upplognum tölum frá CIA og Mossad?

Ég veit svo ekki betur en það land sem ákafast gagnrýnir Íran, þ.e. USA, taki fólk unnvörpum af lífi. Nú síðast var maður þar leiddur fyrir aftökusveit og skotinn með köldu blóði!

Ég nenni svo ekki að rekja það hér hversu margir hafa fallið fyrir þessu blóðþyrsta stórveldi í þeim stríðum sem það hefur staðið fyrir.

Einnig vil ég minna á þá 19 manns sem Ísraelar drápu á alþjóðlegri siglingarleið nú fyrir skömmu, og neita að biðjast afsökunar á. 

Af hverju heyrist ekkert í ykkur Bahaíjum hvað þetta varðar, en þið fagnið alltaf þegar er verið að refsa heilli þjóð fyrir syndir örfárra einstaklinga.

Hver er blóðþorsta og fullir af hefndarhug nema þið?

Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 5.7.2010 kl. 17:30

3 identicon

Ég held að þú Torfi þurfi að lesa þig aðeins betur um þessi lönd.

M&M (IP-tala skráð) 5.7.2010 kl. 20:26

4 identicon

Bentu mér á heimildir félagi og ég skal þá gera það. Annars fór ég inn á Wikipedia til að sjá hvar og hvenær Bahæjar voru hvað mest ofsóttir í Íran. Þá kom í ljós að mestu ofsóknirnar gegn þeim voru um aldamótin 1900 og svo á tímum Zarsins, þ.e. þeirra stjórnar sem var hvað mest vinveitt Bandaríkjamönnum og öturlega studd af þeim.

Þannig að áróður um að byltingarliðið í Íran hafi staðið eitthvað sérstaklega, framar öðrum, fyrir fjöldamorðum á Bahæjum er hreinn og beinn áróður gegn þeirri stjórn og einfaldlega lygi.

Þá hafa Íranir ekkert komið verr fram við Kúrda en aðrar þær þjóðir sem ráða yfir Kúrdistan, svo sem Írakar og Tyrkir. Tyrkir eru manna verstir við Kúrda þessi misserin, gera loftárásir á þorf og bæi Kúrdanna, þ.e. á almennig til að refsa þeim fyrir hernað frænda þeirra í Tyrklandi.

Um það er lítið talað vegna þess að Tyrkir eru jú vinveittir Vesturlöndum og tilheyra NATO. Þetta fer líklega að breytast þar sem Tyrkir eru farnir að leyfa sér að gagnrýna hið heilaga land, Ísrael.

Auk þess hafa Egyptar brotið mjög á réttindum Bahæja en aldrei hef ég heyrt gagnrýnisraddir á Egypta vegna þess. Er það kannski vegna þess að þeir eru svo hliðhollir Vesturlöndum og sérstaklega góðmennunum í Wasington?

Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 5.7.2010 kl. 20:44

5 identicon

Skrif þín hér Torfi einkennast af hálfvitahætti.

Fjöldi aftaka í U.S.A réttlætir ekki aftökur í Íran.

Íran og þar áður Persía hefur ekki staðið fyrir neinum styrjöldum í rúm 2.000 ár.

Zarinn var keisari í Rússlandi og kemur Íran ekkert við.

Íranir hafa komið illa fram við Kúrda eins og aðrar þjóðir þar sem að Kúrdar búa.

Það hefur ekkert verið reynt að fel hernað Tyrkja á hendur Kúrdum.

Torfi þú kallar mig Baháía, það eru mér ný sannindi, þú bara ruglar hér.

Fullyrðingar mínar hér um ástandið í Íran eru byggðar á ferðum mínum til Íran, einnig þeim mikla fjölda Íranskra vina sem að ég á bæði innan og utan Írans.

Ég hef líka aðgang að írönskum fjölmiðlum bæði innanlands og þeim sem reknir eru af írönskum útlögum víða um heim.

Hef líka undir höndum skýrslur frá S.Þ og Amnesty International um málefni Íran um 40 ára aftur í tímann.  Þannig að ég hef þekkingu á málefnum og ástandi í landinu sem að þú svo sannarlega hefur ekki Torfi.

Egill Þorfinnsson (IP-tala skráð) 5.7.2010 kl. 23:13

6 identicon

Egill.

Zar, yfirleitt skrifað Tsar eða Czar, þýðir einfaldlega keisari. Í ensku er þetta líka notað yfir þá sem hafa mikið vald, s.s. konunga. Í Íran voru vissulega keisarar sem væri vel hægt að zar eða tzar þó að mér finndist vissulega sniðugra að nota þeirra eigin nöfn til að komast hjá misskilningi.

Torfi.

Ég fæ ekki betur séð en að á Wikipedia standi að mestu ofsóknirnar á hendur iðkenndum Baháía-trúarinnar hafi orðið á tímabilinu 1978 - 1998.

Sigurður (IP-tala skráð) 6.7.2010 kl. 01:12

7 Smámynd: el-Toro

rétt hjá þér Sigurður.  ein helsta ástæða ofsóknanna á hendum bahái fólksins í íran á þessum árum, var að í stjórn Reza Pahlavi, síðasta shah af íran, var stór hluti ríkistjórnarinnar og valdastéttarinnar í kringum keysaran fólk úr þessum trúarflokki.  pahlavi var nefninlega svo mjög í mun að vestræna samfélag írans á kostnað gamalla gildna að fólki blöskraði.  sérstaklega fólki sem hafði trúnna í heiðri.  í dag er unga fólkið í íran að mótmæla því sem fóreldrar þess börðust fyrir í byltingunni 1979.  hinsvegar hefur styrkur klerkaveldisins aukist til muna frá því þegar byltingin var gerð.  örlög írans réðust skömmu eftir gíslatökuna.

síðast frétti ég af málefnum bahái fyrir nokkrum árum þar sem ég las grein frá íran.  þar hafði þessi minnihlutahópur fengið í gegn að á nafnskýrteninu sínu voru þeir skráðir undir sérstakan reit sem átti ekki við um ofangreinda hópa samfélagsins. 

el-Toro, 6.7.2010 kl. 01:59

8 identicon

Bandaríkin eru ekki að hugsa um neitt frelsi eða lýðræði.

T.d. steyptu þeir lýðræðislega kjörni ríkisstjórn af stóli í Íran 1953, og komu til valda einræðisherranum Shah Pahlavi.

Það hentaði ekki allveg fyrir Bandaríkin að hafa kjörna ríkisstjórn í Íran sem vildi þjóðvæða olíuauðlindir landsins.

http://en.wikipedia.org/wiki/1953_Iranian_coup_d%27%C3%A9tat

palli (IP-tala skráð) 6.7.2010 kl. 03:27

9 identicon

Sigurður, mér er vel kunnugt um þýðingu orðsins zar eða tsar en það var notað um Rússakeisara.  Persakeisarar voru kallaðir Shah.  Það gerist oft að þeim titli sé troðið inn sem millinafni hjá Mohammad Reza Pahlavi eins og gerist hér að ofan hjá Palla.

Og Palli kynntu þér málin betur, vissulega steyptu Bandaríkjamenn og Bretarstjórn "ríkisstjórn" Írans af stóli 1953.  En þá hafði Mohammad Mossadeq fengið íranska þingið til að fela sér alræðisvald í sex mánuði tvisvar sinnum og stjórnaði hann landinu með tilskipunum án samráðs við þingið.

Páll, hinn lýðræðislega kjörni Mossadeq endaði sem einræðisherra og Reza Pahlavi varð þjóðhöfðingi Írans 1941 EKKI 1953.

Egill Þorfinnsson (IP-tala skráð) 6.7.2010 kl. 14:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 50
  • Frá upphafi: 460018

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband