6.7.2010 | 17:34
Keppni Forlan og Sneijders?
Nei, varla en þessir hafa þó verið mjög áberandi í liðum sínum.
Arjen Robben sýndi þó í leiknum gegn Brasilíu hvers hann er megnugur, átti þátt í báðum mörkum Sneijders og fiskaði Brassa út með frábærum leikhæfileikum sínum. Þá hélt hann boltanum mjög vel og tafði þannig leikinn eftir að Holland komst yfir.
Úruguayar hafa og sagt að þeir leggi mikla áherslu á að gæta Robben - og þá væntanlega að láta hann ekki fara í taugarnar á sér eins og nágrannar þeirra í Brasilíu gerðu - og fóru flatt á.
Ég spái jöfnum og spennandi leik ... og að Robben verði rekinn út af fyrir leikaraskap.
Hollendingar í úrslit | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 109
- Sl. sólarhring: 109
- Sl. viku: 358
- Frá upphafi: 459279
Annað
- Innlit í dag: 90
- Innlit sl. viku: 317
- Gestir í dag: 85
- IP-tölur í dag: 84
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Holland vinnur Úrúgvæ eftir vítaspyrnukeppni. (2-2 eftir framlenginguna).
Björn Birgisson, 6.7.2010 kl. 18:21
Spennandi og jafn leikur. Vendipunkturinn var þegar Holland gerði annað markið. Þá var van Persie greinlega rangstæður í skoti Sneijders og hafi áhrif á leikinn, en svo eru þulir RÚV hlutdrægir, og ekki í fyrsta eða annað sinn, að þeir fullyrtu þrátt fyrir margar endursýningar sem sýndu annað, að Hollendurinn væri ekki rangstæður.
Þá tók steininn úr þegar ljóshærði, bláeygði (og graði) Aríinn í hópnum, Hjörvar Hafliðason, sagði að úrslitin hafi verið sigur fyrir "okkur Evrópubúa".
Maður bíður bara eftir því að hann segi annað kvöld að vonandi vinni Þjóverjar, fyrir "okkur, nasísku Aríana": Heil Hitler!!!
Að hið hlutlausa og lýðræðislega ríkissjónvarp skuli bjóða manni upp á annan eins málflutning. Það er einfaldlega hneysa.
Torfi (IP-tala skráð) 6.7.2010 kl. 21:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.