"ákveðin andstaða"??

Ákveðin andstaða hlýtur þetta að eiga að vera. Vonandi kemst þó þessi nefnd á laggirnar enda fáránlegt að sá aðili sem á að rannsaka geti sett einhver skilyrði eða komið í veg fyrir rannsókn.

Annars er þetta mikill heiður fyrir Ingibjörg Sólrúnu sem þarna á möguleika á að reka af sér spillingarorðið.


mbl.is Boðið að stýra rannsókn SÞ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Inga Sæland Ástvaldsdóttir

Mér leikur mikil forvitni á því að vita hvernig þetta getur skolað af henni spillingarorðið?

Inga Sæland Ástvaldsdóttir, 11.7.2010 kl. 11:53

2 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Finnst þér sem sagt að fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar á Íslandi (Samfylkingarfólk á Íslandi er almennt gegn Ísrael - það er nokkurn veginn gefið) sem er nátengd utanríkisráðherra Íslands sem hefur fyrirfram skoðun á þessum hlutum (ÖS vildi t.d. slíta stjórnmálasambandi við Ísrael) vera hæf og óvilhöll til að stýra rannsókn? Svarið er auðvitað nei. Hún er ekki frekar hlutlaus en Ísraelar sjálfir. ISS gæti sjálfsagt verið í einhverjum nefndum á vegum SÞ um hitt eða þetta enda með reynslu sem fyrrverandi utanríkisráðherra en aldrei um málefni Ísraels. Ekki að ég taki því sem gefnu Torfi að þú sjáir þetta sjálfur hlutlausum augum en það má reyna.

Guðmundur St Ragnarsson, 11.7.2010 kl. 12:06

3 identicon

Þessi kona sagði í viðtali í Kabúl í Afganistan, að Íslendingar ættu að greiða skaðabætur til aðstanda þeirra sem voru myrtir í Kjúklingastræti á sínum tíma, af því að einhverjir Íslendingar voru inn í búð þar, að kaupa teppi. Já, hún Ingibjörg Sólrún er rétti aðilinn í þetta verkefni. Til hamingju.

V. Jóhannsson (IP-tala skráð) 11.7.2010 kl. 12:38

4 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

Getur umrædd kona(Ingibjörg sólrún) verið hlutlaus?

Hún gaf palestínsku heimastjórninni(hamas liðum) 2 miljarða ISK(2 miljón USD) að gjöf sumarið  2007 og þeir vöru notaðir til að kaupa flugskeyti og annan búnað til átaka sem síðan voru notaðir ári og hálfu seinna?

Brynjar Þór Guðmundsson, 11.7.2010 kl. 13:55

5 identicon

Er fólk búið að gleyma hinn öruggu og hokafullu Ingibjörgu Sólrúnu sem ráðlaggði að talað yrði við kvennasamtök í Irsael vegna glæpsamlegrar árásar þeirr á Gaza! Er ekki hægt að finna óflekkað fólk til að vera í nefnduum SÞ! 

Anna Hauksdottir (IP-tala skráð) 11.7.2010 kl. 14:39

6 identicon

Guðmundur

Nei, Nei Þetta Samfylkingar-lið er að stórum hluta rétt eins og þetta litla, litla, nice, nice Ómega-lið hérna heima, þar sem allt er gert fyrir þetta Zíonista -Israel auk þess sem allt er hvíþvegið og réttlæt fyrir Israel.

 

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 11.7.2010 kl. 15:04

7 identicon

Já, en þið eruð ekki þjóðin. Hvað eruð þið að ybba gogg.

V. Jóhannsson (IP-tala skráð) 11.7.2010 kl. 15:44

8 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Flestum sem skrifa hér er augljóslega nákvæmlega sama um neyð fólksins í herkvínni Palestínu, stoltir af misþyrmingum og morðum. Þetta lið er yfirleitt flest úr sjálfsfróunarflokknum og hangir í pilsfaldinum á Jesú Kristi í von um að sem flestra dauði verði þeirra brauð. Alger viðbjóður að lesa þetta.

ISG klúðraði svosem landsmálunum í samkrulli við sjálfstæðisflokkinn, en hún er þó stjórnmálamaður sem hefur látið sig mál miðausturlanda varða og hefur rætt við fólk frá báðum hliðum. Aðal vesenið sem hún stendur frammi fyrir er að greina áróður og blekkingar frá veruleikanum. Báðir aðilar eru færir um að beita blekkingum. Ísrael er með áratuga reynslu í því að breiða yfir ódæðisverk sín, yfirleitt með jarðýtum og sementi. Besta vopn þeirra eru reyndar bandarískir fjölmiðlar og pólitísk ítök.

Rúnar Þór Þórarinsson, 11.7.2010 kl. 16:52

9 identicon

Rúnar - Ingibjörg Sólrún er vilhöll og hefur ekkert í þetta starf að gera, frekar en þú eða ég.

V. Jóhannsson (IP-tala skráð) 11.7.2010 kl. 21:41

10 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Ingibjörg Sólrún ætti ekki að búast við að minni manna sé eins götótt og hennar.

http://www.haaretz.com/print-edition/news/un-chief-resists-israeli-pressure-to-scrap-debate-on-flotilla-raid-1.301166#article_comments

Sjá athugasemd 9 og 10.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 11.7.2010 kl. 21:43

11 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

V. Jóhannesson - Þegar hún heimsótti svæðið síðast var tekið við hana viðtal sem ég hlustaði á og þar var hún mjög jafnhent. Hún hefur ekki látið undan yfirgangi frá þeim sem það hafa reynt í þessum málum eftir því sem ég man best, nema þá helst elt pilsfaldinn hans Geirs H. Haarde í siðferðislega skáskyldum málum (sem vissulega var henni ekki til framdráttar).

Gallinn við samviskuleysingjana er að ef þá grunar að einhver styðji ekki skýlaust brottflutning Ísraelsmanna á Palestínumönnum, kúgun og yfirgang, þá kvartið þið yfir vondri meðferð á kúgurunum. Og svo snúa þeir sér við og versla í Bónus, kjósa Sjálfstæðisflokkinn og kyssa vöndinn.

Rúnar Þór Þórarinsson, 12.7.2010 kl. 07:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 460030

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband