Mun Magna ekki borga neinn skatt hér?

Þetta Magnadæmi fer nú að verða æ farsakenndara og viðbrögð Katrínar Júlíusdóttur iðnaðarráðherra æ sérkennilegri.

Ekki þekki ég alveg skattareglur hér á landi hvað varðar erlend félög en veit svo sem að álfyrirtækin eru ekki að greiða háan skatt. En ef rétt er að Magna muni ekki greiða neinn skatt hér, eða einhvern málamynda, þá er auðvitað út í hött að leyfa þennan gjörning, þ.e. að kaupa HS orku.

Reyndar er Magma svo sem ekki að kaupa gömlu hitaveitu Suðunesja heldur fær hana sama sem gefins og/eða að láni - og verðið er hlægilegt. Það er í raun aðeins persónulegt framlag forstjórans sem er einhver fjárfesting, sem nemur um 1,1, milljarð.

Sú upphæð er minna en frystitogarar eru að færa að landi eftir einn túr - og útgerðir þeirra eru þó skattskyldir hér.

Nei þetta er einn allsherjar farsi, kannski versta dæmi um röð af misheppnuðum "fjárfestingum" erlendra aðila hér á landi og að auki kolólöglegt. Þá er aðkoma Iðnaðarráðuneytisins að málinu þannig að eitthvert höfuðið verður að fjúka. Ég sé ekki betur en að það verði ráðherrans.


mbl.is Bentu á lagabókstafinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.1.): 6
  • Sl. sólarhring: 23
  • Sl. viku: 156
  • Frá upphafi: 459965

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 145
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband