12.7.2010 | 12:56
AGS vinstri sinnaðri en Steingrímur?
Þó þessar tillögur AGs um hækkun fjámagnstekjuskatts séu ekki rótttækar ef miðað er við hve hár þessi skattur er í velferðarríkjum Norðurlandanna (eða allt að 28%) þá er þetta meira en formaður VG hefur lagt til og fengið fram.
Þá er hugmyndir um eignaskatt kærkomnar en þessir tveir skattar eru besta leið til tekjujöfnunar sem fyrir hendi er.
Það var stjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar sem lækkaði skatt hér árið 2007, sem átti stóran þátt í hruninu tæpum tveimur árum síðar.
Nú eru í stjórn þeir tveir flokkar sem voru þessu mótfallnir, Samfylking og VG, en þeir þora sig vart að hræra.
Skattahækkanir þeirra við upphaf stjórnarsamvinnunnar voru hlægilegar litlar, ekki síst í ljósi þess að þessir flokkar kenna sig við jöfnuð, en eignaskattur og fjármagstekjuskattur koma fyrst og fremst við þá tekjuhærri og jafnar þannig hinn mikla tekjumun sem hefur verið í samfélaginu síðan nýfrjálshyggjan komst til valda.
Já það er merkilegt að hin alræma AGS er orðin róttækari og öflugri talsmaður tekjujafnræðis í landinu, en jafnaðarmannaflokkarnir tveir, ekki síst VG!
Svo virðist meira að segja sem Steingrímur J. hafi reynt að liggja á skýrslu AGF, svo óþægileg er hún fyrir hann!!
Leggja til hækkun fjármagnstekjuskatts | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 159
- Frá upphafi: 458377
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 139
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvaðan kemur sú vinstri sinnaða hugmynd að skattar séu fyrst og fremst "tekjujöfnunartæki"? Skattar eiga fyrst og fremst að vera tekjuöflun (að lágmarki) til að greiða fyrir samneysluna. Ríkið á ekki að taka krónu meira í skatta af einum eða neinum en þarf til síns rekstrar.
Hvumpinn, 12.7.2010 kl. 14:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.