Mjög óljós yfirlýsing!

Ég veit hreint ekki hvernig eigi að túlka þessa yfirlýsingu frá fjármálaráðuneytinu. Hún segist vilja auka tekjujöfnunarmöguleika, hagvaxtaráhrif og skilvirkni kerfisins, en ég leyfi mér að efast að þetta þrennt fari saman.

Talað er um tekjuaukningu til að fjármagna stefnu stjórnvalda að auka tekjujöfnun og styrkja hið félagslega öryggisnet og opinbera þjónustu.

En jafnfram er varað við of miklum skattahækkunum þar sem það geti leitt til truflandi áhrifa á fjármálamarkaðinn og grafi undan möguleikum ríkisvaldsins til að jafna tekjur á "skilvirkan hátt".

Niðurstaðan sýnist mér því vera sú sama og hefur verið stefnan hjá ríkisstjórninni áður en skýrsla AGS kom út, þ.e. er sú að afla frekar nægra tekna á "skilvirkan hátt", til að jafna tekjur manna, heldur en að nota beinar aðgerðir til að draga úr ójöfnuði.

Þannig er tillit til fjármagnsins og hræðsla við undanskot og skattsvik sem gerir það að verkum að skattar verða ekki hækkaðir í bráð.

Annað get ég ekki lesið út úr þessu - og fæ ekki séð að Steingrímur J. fylgi neinni annarri skattastefnu en forverar hans í stóli fjármálaráðherra, Árni Mathiesen og hans félagar.

Kannski má segja að nú sé endanlega ljóst að Steingímur er fangi í eigin ráðuneyti - og kominn tími til að frelsa hann þaðan.


mbl.is Vilja auka tekjuöflun ríkisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 21
  • Sl. viku: 150
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 139
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband