13.7.2010 | 09:34
Gufaði það bara ekki upp?
Speki jarðvísindamannanna er órannsakanleg. Í gær sagði t.d. einn þeirra að vatnið hefur líklega fundið sér farveg úr "tjörninni" hans Ómars, en í ljósi gufustrókanna úr gígnum fyrir nokkrum dögum er allt eins líklegt - og reyndar mun sennilegra - að vatnið hafi einfaldlega gufað upp. Strókur upp í margra kílómetra hæð hlýtur að innihalda mikið vatnsmagn og þarf engan sérfræðing til að sjá það.
Annars hefur þetta eldgos vakið hjá mér efasemdir um faglega getu vísindamanna okkar á þessu sviði, svo margar vitleysurnar hafa þeir látið út úr sér og staðið fyrir varúðaraðgerðum sem hafa reynst algjörlega óþarfar.
Ómar virðist til að mynda hafa miklu meira vit á hegðun eldstöðva en þeir.
Vatnið nánast horfið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 100
- Frá upphafi: 458379
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 86
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll já jarðvísindamenn fá falleinkunn þegar við lítum til baka í sambandi við gosin sem búin eru að koma í og við Jökulinn svo ekki sé talað um þau sem eiga eftir að koma og það mjög fljótlega!
Sigurður Haraldsson, 13.7.2010 kl. 09:40
teir eru eins og brotin klukka , klukan sinir rettan tima 2 a dag to ad hun sje alveg stop
Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 13.7.2010 kl. 10:32
Þó jarðvísindamenn skorti etv. spádómsgáfuna er etv. full harkalegt að dæma heila stétt manna ónýta. Hvernig er það þá með lækna sem ekki geta sagt til um hvort tiltekinn sjúklingur fær flensu næsta vor eða strætóbílstjóra sem getur ekki sagt hve margir farþegar munu koma í vagninn á næstu stoppistöð. Jarðfræðingar hafa spáð og aðvarað vegna væntanlegra gosa mér er t.d. minnistætt Hekla 2000. Ég held í allri sanngirni þá megum við vera stollt af okkar jarðvísindamönnum, þeir eru í fremstu röð og hafa marg sannað hæfni sína. Fyrir áhugasama um jarðfræði langar mig að benda á afbragðs skemmtilega bók til viðbótar við skemmtilega "flóru" myndabóka og ferðahandbóka um jarðfræði. Etv. fyrir lengra komna með góðum svæðalýsingum og skýringamyndum; Classic Geology in Europe 3, Iceland, Thor Thordarson & Armann Hoskuldsson. Sem eru líklegast betur þekktir erlendis fyrir störf sín en hér heima (engin er spámaður... og allt það)
Þorsteinn Svavar McKinstry (IP-tala skráð) 13.7.2010 kl. 10:49
Nú er Magnús Tumi búinn að staðfesta þetta sem ég sagði, þ.e. að vatnið í gígnum hafi gufað upp en ekki runnið í burtu eins og kollegi hans Ármann Höskuldsson hélt fram.
Ég er ekki að gagnrýna jarðfræðingana fyrir skort á langs tíma spádómsgáfu, heldur einungis rangar ályktanir um skammtímaþróun. Síðasta dæmið er lokun Þórsmerkur í þrjár vikur vegna vatnsins í gígnum sem átti að fljóta yfir gígbarmana og valda skelfilegu flóði.
Annað dæmi var byrjun gossins í Fimmvörðuhálsi sem leiddi til þess að fólk allt að Þjórsá var rifið upp úr rúmunum um hánótt vegna hættu á flóðum!!
Ég er viss um að fólk þekki sjálft til fjölda dæma um þetta sama.
Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 13.7.2010 kl. 12:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.