Popularistinn Ögmundur

Það er greinilega ekki mikið að marka fullyrðingar Ögmundar um að honum sé annt um litla manninn og vilji tekjujöfnun í samfélaginu.

Svo virðist sem honum sé mun vænna um millistéttina, sbr orð hans um að hann vilji ekki ræða hátekjuskatt á tekjur undir 600 þús!

Hvað ætli það séu margir venjulegir launamenn sem eru með slíkar tekjur? Sem dæmi má nefna að kennarar mega þakka fyrir ef þeir ná um 350.000 kr. á mánuði. Nei Ögmundur hefur greinilega villst mjög af leið síðan hann var formaður BSRB en þar munu fáir vera yfir þeim launum.

Eigum við ekki að fara bil beggja núna og koma á tveimur skattþrepum þar sem mörkin eru 450.000-500.000? Taka skal fram að hátekjuskattur er alls staðar við lýði í nágrannalöndunum og mörkin mun lægri en hér á landi.

Þetta er þannig ekkert nema atkvæðaveiðar í versta tækifærisstíl hjá Ögmundi.

Er leitt til þess að vita að órólegi armurinn í Vg einkennist af öðrum eins tækifærissinnum og hentistefnufólki og Ögmundi og Lilju, sem aðeins hlaupa eftir því sem þau telja að henti til vinsældaveiða hverju sinni.


mbl.is Varar við heljarstökkum í skattheimtu og niðurskurði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 79
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 76
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband