13.7.2010 | 20:23
Mikið er það fallegt af henni...
Já, kjarnakonan Clinton er söm við sig, gæðin uppmáluð alltaf hreint.
Annars skilst manni, ekki bara af stjórnvöldum í Íran heldur einnig af manninum sjálfum, að honum hafi verið rænt af CIA og sádísku leyniþjónustunni þegar hann var á pílagrímsferð til Mekka fyrir ári síðan. Honum hafi svo tekist að sleppa og komist í sendiráð Pakistana í Bandaríkjunum þar sem hann hafði verið hafður í haldi.
Þetta mál er auðvitað hið mesta hneysa fyrir Bandaríkjamenn og verður vonandi til þess að heimurinn hættir að trúa öllum áróðrinum í þeim og styðja þá í einu og öllu í ofsóknum þeirra gegn Íran.
Ég tek undir með félaga Kastro sem benti á reyndar mjög svo augljósa skýringu á andúð þeirra á Írönum. USA vill jú fá frían aðgang að olíu- og gaslindum þeirra, rétt eins og tilgangurinn var með innrásinni í Írak, og munu ekki linna látum fyrr en það tekst.
Skömm er að ef heimurinn lætur slíkt viðgangast enn einu sinni.
![]() |
Frjáls ferða sinna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.3.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 228
- Frá upphafi: 461722
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 197
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.