14.7.2010 | 07:43
Er Unnur umskiptingur?
Ekki veit ég af hverju Unnur G. Kristjánsdóttir situr í þessari nefnd um erlenda fjárfestingu fyrir hönd Samfylkingarinnar, því nefndin mun víst einungis eiga að fjalla um lagalega hlið fjárfestinganna - og ég veit ekki til að hún (né nokkur annar í nefndinni reyndar) sé lærð í lögum.
En ljóst er að manneskjan er aðeins strengjabrúða virkjunar- og einkavæðingasinnanna í Samfó því hún hefur áður haft allt aðrar skoðanir ef marka má bloggið hennar frá 31. ágúst í fyrra (http://unnurgkr.blog.is/blog/unnurgkr/). Þar segir hún m.a.:
"Undarleg umræða um eignarhald orkufyrirtækja. Eins og það séu óumflýjanleg örlög að láta Árna Sigfússon stjórna því fyrir landsmenn að erlendir einkaaðilar eignist orkufyrirtæki með því að hans frumkvæði verði til þess að þessir Kanadamenn eignist Hitaveitu Suðurnesja. Er ekki hægt að breyta lögum og a.m.k kosti boða reglur sem ómerki hans gerninga í þessum efnum?"
Nú kveður við allt annan tón. Svo segjast Samfylkingarráðherrarnir hvergi hafa verið með puttann í málinu!
Annars er athyglisvert að lesa blogg Unnar sem reyndar hefur legið niðri um skeið. Hún er kjaftfor með afbrigðum og er sérstaklega illskeytt í garð Sjálfstæðisflokksins.
Hún lætur sig samt hafa það í þessu máli að ganga í eina sæng með íhaldinu og framsókn og gef grænt ljós á að Kanadamennirnir komist hingað inn bakdyramegin.
Undrast ummæli Ögmundar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 158
- Frá upphafi: 458376
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 138
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.