15.7.2010 | 13:06
Söknuður að Heskey
Það er leitt að heyra að maður fái ekki að sjá Heskey meira í ensku landsliðstreyjunni. Mikilvægi hans fyrir liðið kom mjög vel í ljós í leiknum gegn Þýskalandi en hann hafði í fyrstu tveimur leikjunum sem hann fékk að byrja inná, sýnt mjög mikinn dugnað og vilja til að aðstoða varnarmenn liðsins þegar þeir brugðu sér í sóknina.
Með því að nota Dafoe í staðinn vantaði alveg þessa varnarvinnu sóknarmannanna og því fór sem fór eftir skyndisóknir Þjóðverja.
Ég vil alfarið kenna íþróttafréttamönnum um þetta sem virðast á köflum ekki hafa neitt vit á fótbolta, sbr. spekingana á HM-stofunni á RÚV sem hæddust að Heskey og sýndu ítrekað myndskeið sem áttu að sýna hvað hann væri lélegur. Þeim hefði verið nær að sýna myndskeið þar sem hann stöðvaði sóknir andstæðinganna hvað eftir annað með hinni gífurlegu vinnusemi sinni.
Sama mun hafa verið uppi á teningnum hjá sorpblöðunum á Englandi - og því fór sem fór.
![]() |
Heskey hættur í landsliðinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.4.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 88
- Frá upphafi: 462967
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 81
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það hefur líklega verið í leiknum á móti Þýskalandi sem Englendingar urðu að skora, að Heskey var skipt inn á. Það þótti mér stórundarleg ráðstöfun, hann sjálfur var aldrei líklegur til þess og ekki fannst mér hann heldur líklegur til að búa til eitthvað fram á við. Frekar vantaði einhvern með hraða sem hefði getað gert eitthvað óvænt. En heilt yfir voru Englendingarnir bara lélegir og áttu ekkert meira skilið út úr þessari keppni.
Gísli Sigurðsson, 15.7.2010 kl. 14:25
Heskey er jafnaldri Klose í þýska liðinu. Þeir spila sömu stöðu. Gott dæmi um mun á getu og hæfileikum.
Ingvar, 15.7.2010 kl. 14:37
Þetta er ein af fáum ástæðum fyrir því að mér finnst allt í lagi að vera Íslendingur. Mér gæti ekki verið meira sama um önnur landslið en minnar eigin þjóðar.
Heiðar (IP-tala skráð) 15.7.2010 kl. 15:19
Mér fannst lýsendurnir vera of uppteknir að slefa yfir Rooney sem gerði ekki neitt á mótinu til að sjá þá vinnu sem Heskey lagði fram fyrir enska landsliðið. Aftur á móti verður að segjast að hann hefði þurft að nýta færi betur, en borið saman við Rooney sem gerði hvorugt spilaði Heskey nokkuð vel.
Gunnar (IP-tala skráð) 17.7.2010 kl. 09:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.