24.7.2010 | 15:33
Annað segir nú Guðfríður Lilja
Ólíkindalega lætur hún Katrín núna en ljóst að það hriktir allhrikalega í stjórnarsamstarfinu vegna þess hvernig hún tekur á Magma-málinu - og reyndar fleiri málum - sem iðnaðarráðherra.
Hér er greinilega verið að ganga á hlut VG í stjórnarsamstarfinu og það á tímum sem Samfylkingin hefur fá kort á hendi. ESB aðildarumsóknin sætir sífellt meiri gagnrýni allra flokka og svo þetta.
Ef VG fær vilyrði fyrir að þeirra stefna í orkumálum fái framgang í stjórn með Sjálfstæðisflokki og Framsókn þá er öruggt að stutt er í stjórnarslit. Þessir flokkar eru jú samstíga í ESB málinu og ættu því að eiga mun auðveldara með að vinna saman en núverandi stjórnarflokkar ef svo heldur fram sem horfir.
Draugasögur um afarkosti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 51
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 48
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.