Hvaða spekingur er nú þetta?

Merkilegt að sjá svona ófaglega og hlutdræga yfirlýsingu frá háskólakennara. Ég hélt að slíkir aðiljar yrðu að gæta sín á því að vera hlutlausir í dómum sínum og nota ekki orð og hugtök sem túlka mætti sem afstaða með einum aðilanum gegn öðrum. Orð eins og "þröngur hópur", "ógnað", "erfitt með að vera í ríkisstjórnarsamstarfi", "vill ganga mjög langt" og "vilja fara mjög hratt" eru ekki beint dæmi um hlutleysi.

Af hverju ekki túlka málið eins og það liggur fyrir, þ.e. að lögmæti sölunnar á HS orku (þ.e. hlut Geysis Green) til Magma sé stórlega dregið í efa af VG, og meira að segja stórum hluta Samfylkingarinnar, og að hluti þingmanna VG vilji að sölusamningurinn verði lýstur ógildur áður en það verður um seinan að þ<eirra mati, þ.e. nú 31. júlí þegar greiðsla Magma fyrir hlut Geysis fer fram?

Það er hlutlaus greining á málinu. Í stað þess kemur neikvæður dómur á þennan hóp þingmanna sem vilja ógildingu og það strax.

Er háskólakennarinn, sem leitað er til sem hlutlaus aðili, kannski í hópi eindreginna virkjunarsinna og stuðningmaður óheftrar sölu auðlindanna til útlendinga - og getur ekki leynt því?


mbl.is Þröngur hópur þingmanna VG ógnar stjórninni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 159
  • Frá upphafi: 458377

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 139
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband