Íslendingar sátu hjá

Það fer lítið fyrir þessari frétt sem er miður. Þetta er nefnilega stórmál sem ríki þriðja heimsins hefur lagt mikla áherslu á að koma í gegn - og loksins tekist eftir 15 ára baráttu.

Það er hins vegar athyglisvert að 41 land hafi setið hjá og ennþá athyglisverðara að það eru aðallega hinar "viljugu" þjóðir, þ.e. stuðningsþjóðir árásarstefnu USA, sem það gerðu.

USA, Stóra-Bretland, Kanada, Ástralía, Danmörk, Svíþjóð - og mörg ESB lönd - greiddu ekki atkvæði.

Lönd eins og Kína, Rússland, Þýskaland, Frakkland og Brasilía gerðu það hins vegar.

Af hverju mið-vinstri stjónin á Íslandi sat hjá er mér hulin ráðgáta. Er það yfirlýst stefna ríkisstjórnarinnar að vera taglhnýtingar Bandaríkjanna og áköfustu stuðningsríkja þeirra alla tíð? Eru VG ánægðir með þá stefnu?

Það sem hangir auðvitað á spýtunni er peningagræðgin eins og venjulega. Möguleikinn á að selja vatn, eða halda upp verði á vatni, eins og hin hægri sinnaða ríkisstjórn Kanada viðurkennir kinnroðalaust.

Já það er stórmannlegt að reyna að græða á eymd annarra.


mbl.is Hreint vatn er mannréttindi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.11.): 5
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 171
  • Frá upphafi: 458217

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 154
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband