Engar innlendar kröfur?

Þetta er nú aumt yfirklór forráðamanns félags sem greinilega hugsar aðeins um eitt, það er að græða sem mest á göngunum en hugsa alls ekkert um öryggi vegfaranda. Hér sjáum við enn eitt dæmi um eftirlits- og reglugerðaleysi það sem fylgdi stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins allt frá 1991. Það er fyrst núna þegar athugasemdir koma að utan sem þessi mál fara á hreyfingu.

Eftir tugi ára án nokkurrar verkáætlunar um að bæta öryggisþætti í göngunum, þá segir framkvæmdastjóri Spjalar nú að verið sé að vinna slíka áætlun - og að slíkt taki tíma og kosti peninga!!

Eins og kemur fram á ruv.is stendur ekki steinn yfir steini hvað öryggismál varðar:

"Lýsing í göngunum er ekki nægileg og engir hátalarar. Þar er ekki samfellt eftirlit öryggismyndavéla og ekkert kerfi sér um að skrá sjálfkrafa slys og neyðarköll. Of langt er milli neyðarsíma (500 metrar) og líka milli brunaslanga (250 metrar.). Ekki er að finna sjálfvirkt brunavarnarkerfi í Hvalfjarðargöngunum, heldur er treyst á að ökumenn í göngunum láti vita sem er þó ekki auðvelt þar sem farsímasamband í göngunum er slitrótt. Neyðarloftræsting dugir alls ekki til ef kviknar í og stýring hennar er ómarkviss. Neyðar- og viðbragðsáætlanir eru úreltar og einungis einn brunahani er í miðjum göngunum. Í göngunum liggja kaplar sem ekki eru eldvarðir, og engin leið er að taka á eldfimum eða eitruðum vökva sem kann að losna í göngunum. Þessu til viðbótar fara engar reglulegar öryggisæfingar fram og þjálfun er engin."

 Já, frelsið er yndislegt, ég geri það sem ég vil ...


mbl.is Unnið að því að bæta öryggið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 158
  • Frá upphafi: 458376

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 138
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband