8.9.2010 | 13:57
Ekki byrjar Árni vel!
Fyrst það upphlaup, að bankarnir ættu að vera duglegri að afskrifa skuldir en verið hefur, en það sem hefur einkennt starf bankanna eftir hrun er einmitt dugnaður við að afskrifa stórskuldir fjárglæframanna.
Sem dæmi má nefna að einn bankinn hefur afskrifað skuldir allt upp í 150 milljónir hjá einu fyrirtækja landsins án þess að leita til þess heimilda, sem bönkunum er þó skylt því ekki má afskrifa skuldir nema upp að 100 milljónum hjá einum aðila án þess að leita leyfi hjá eftirlitsstofnunum.
Fleiri nýrri dæmi eru auðvitað þekkt, og þekktari, eins og afskriftir persónulegra skulda Björgólfs Þór og Glaumsmálið.
Nú ræður Árni Páll eina helstu hrunkellinguna sem aðstoðarmann, fyrrum aðstoðarmann og ötulan málsvara Ingibjargar Sólrúnar, þrátt fyrir að hún hafi nýlega komið með yfirlýsingar um Icesave og ESB sem fela í sér greinilega gagnrýni á ríkisstjórnina - og einkum á Jóhönnu Sigurðardóttur.
Ef það gengur illa að smala köttum í VG þá virðist ganga enn verr að smala hundunum í Samfylkingunni.
Kristrún aðstoðar Árna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.11.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 458045
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.