9.9.2010 | 09:41
Birgitta gengin í lið með Fox-íhaldinu?
Eins og kunnugt er þá er Fox sjónvarpsveldið íhaldsamasta og hægrisinnaðasta pressan í Bandaríkjunum og þótt víðar væri leitað. Hún er kunn fyrir harðan stuðning sinn við rebúblikana og hernaðarhyggjuna í landinu.
Frétt þessa verður að lesa út frá þeim staðreyndum enda er WikiLeak þrándur í götu haukanna í USA eftir afhjúpanir um stríðsglæpi Bandaríkjamanna í Írak.
Það að friðarsinninn Birgitta Jónsdóttir hafi tekið undir mjög hæpnar sakagiftir á hendur stofnanda WikilLeaks og þannig skipað sér í flokk þeirra sem eru að breiða út óhróður um hann, er forkastanlegt en reyndar ekki í fyrsta sinn er hún fellur fyrir áróðri gegn aðilum sem hægri menn í USA er í nöp við.
Hún hefði átt að kynna sér betur málaferlin gegn Assange í Svíþjóð en þar hafa tvær konur sem í fyrstu ákærðu hann fyrir nauðgun, dregið ákæruna til baka og ásaka hann nú um kynferðislega áreitni.
Þessi afstaða Birgittu er í raun ekkert skrítin miðað við stemninguna hér heima þar sem allar ásakanir um kynferðislega áreitni karlmanna gagnvart konum er trúað eins og nýju neti - og sönnunarbyrði slíkra staðhæfinga engin.
Assange neitar að stíga til hliðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.12.): 1
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 238
- Frá upphafi: 459306
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 209
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ef hún væri í raun eitthvað tengd wikileakes ætti hún að styðja við bakið á Julian, allavega þangað til þessar ásagaknir lýta út fyrir að vera eitthvað annað en ráðabrugg kanana.
Ingi Þór Jónsson, 9.9.2010 kl. 10:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.