Árni Þór að blekkja?

Samkvæmt þessari frétt mbl er Árni Þór annaðhvort að blekkja flokksbræður sína í Vg eða hefur sjálfur verið blekktur.

Eins og kunnugt er þá er samningarferlið við ESB þegar hafið, eða aðlögunarferli eins og sumir vilja kalla það. Árni Þór lætur hins vegar eins og það muni eiga sér stað eftir að Evrópusambandið hafi samþykkt aðilarumsókn okkar - og það geti tekið allt að tveimur árum.

Annað segir mbl og vitnar meðal annars í gögn frá ESB frá því í júlí sl., sem sannar mál mbl: „Rétt innleiðing Íslands á regluverkinu og framkvæmd þess, þ.m.t. árangursrík og skilvirk beiting af hálfu viðeigandi stofnana á sviði stjórnsýslu og dómsmála, mun ákvarða hversu hratt samningaviðræðurnar ganga fyrir sig“.

Mér sýnist það vera kristalskírt að Vinstri Grænir hafi verið blekktir í Stjórnarsáttmálanum þegar þeir gengust inn á að byrja samningaviðræður við ESB án undangenginnar þjóðaratkvæðagreiðslu um það (eins og var kosningarloforð flokksins).

Enn er þessum sömu blekkingum haldið áfram af hálfu Samfylkingarinnar - og sumir þingmenn Vg, nátengdir formanninum, spila með. Þeir telja sig jú vera bundna af stjórnarsáttmálanum, blekktir eða ekki, og stjórnin springi ef þeir fari að krefjast atkvæðagreiðslu nú (þegar ljóst er að samingarviðræðurnar eru í raun aðlögunarviðræður).

En á móti kemur að svo virðist sem Samfylkingin sé komin á fremsta hlunn með að sjálf svíkja hluta af stjórnarsáttmálunum, þ.e. að gera hrunið upp, og það án þess að geta borið við blekkingum.

Hér hefur því Vg hönk upp í bak samstarfsflokksins - og stendur mjög vel að vígi áróðurslega ef Samfylkingin vill ekki draga fyrrum ráðherra sína til ábyrgðar.

En þá verður Árni Þór að hætta sínu meðvirka gjammi og fara að átta sig á því hvaðan vindurinn blæs.

 


mbl.is Allt um garð gengið þegar þjóðin kýs?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

Hvað ef við náum góðum samningum við ESB?

Guðlaugur Hermannsson, 24.9.2010 kl. 11:42

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Hvað kallar þú góðan samning Guðlaugur? Hversu langan frest, þykir þér hæfa, þurfum við að fá áður en fiskveiðilögsagan og veiðar úr henni falla undir ESB? 5 ár, 10 ár?

Það er ljóst og þarf ekki að deila neitt um það að við getum einungis fengið frestanir, ekki neinar undanþágur til frambúðar.

Kostirnir liggja þegar fyrir, því er ekki neitt til fyrirstöðu að kjósa um aðild strax. Þeir sem halda enn fram að við séum í einhvejum könnunarleiðangri hafa greinilega ekki fylgst vel með.

Gunnar Heiðarsson, 24.9.2010 kl. 11:55

3 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

Hér kemur skýring mín:

Hvað varðar fiskveiðar okkar hér við land þá er rétt að benda á eina staðreynd sem núverandi fiskveiðistefna ESB byggist á en hún er sú að allar þjóðirnar innan núverandi ESB eru með sameiginlega fiskveiðilögsögu vegna þess að löndin hafa annaðhvort landamæri á landi eða á sjó (Bretland) þar sem lögsögur ná saman. Ef við búum til dæmi sem gæti passað inn í þessa stöðu sem Ísland er í við inngöngu.

"Ef bændur undir Eyjafjöllum væru í bandalgi um búskap og þeir ættu sameiginleg tún sem þeir nýttu sameiginlega sem færi þá eftir úthlutun stjórnar samtakanna. Segjum svo að bóndi norður í Eyjafirði hugðist sækja um aðild að þessu bandalagi um búskap þá er nánast útilokað að hann þurfi að afhenda túnið sitt inn í sameiginlega nýtingu túna alra bænda. Þessi norðlenski bóndi á ekkert sameiginlegt með sunnlensku bændunum hvað varðar heyöflun fyrir bú sitt. Allt annað sem bandalagið hefur að bjóða norðlenska bóndanum er það sem þetta snýst um.

Þegar Ísland gengur inn í ESB þá verður önnur sjónamið uppi vegna legu Íslands og fiskveiðilögsögu okkar sem skarast ekki við önnur lönd innan ESB. Í dag erum við með samning við ESB, Færeyjar, Grænland og Noreg um skiptingu á svo kölluðum flökkustofnum eins og loðnu, Makríl og kolmuna. Það hefur ekki verið erfitt fyrir okkur að semja um þá stofna. Svo mun áfram verða þegar við göngum inn í ESB. Með þessu er ég að segja að það mun ekkert breitast hjá okkur frá því sem nú er í EES samningnum. Það gæti þó farið á versta veg ef við verðum ekki samstíga um að ná sem hagstæðustum samningum við ESB.

Það er eitt að lokum, ég hef verið að íhuga lengi er varðar kvótamál okkar Íslendinga. Þegar kvótinn var settur á þá var þorskkvótinn um 380 þúsund tonn er nú ekki nema 130 þúsund tonn. Nú kemur spurningin: Hverjir skulda þjóðinni 250 þúsund tonn af þorskkvótanum sem úthlutað var til að vernda fiskinn í sjónum fyrir ofveiði?

Guðlaugur Hermannsson, 24.9.2010 kl. 12:05

4 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Það er ekki hægt að ná góðum samningi við Evrópusambandið, fyrst og fremst vegna þess að fullveldið yrði fyrir bí og það yrði ekki samið um. Vægi okkar innan sambandsins færi eftir íbúafjöldanum hér og neitunarvald heyrir í dag til undantekninga innan þess. Hvaða gagn er að því jafnvel þó það kraftaverk gerðist að við héldum sjávarútveginum okkar fyrir utan veru í Evrópusambandinu ef við misstum um leið valdið yfir okkur sjálfum?

Hvað sjávarútveginn varðar. Ef við gengjum í Evrópusambandið féllu allir samningar um nýtingu flökkustofna úr gildi eins og aðrir viðskiptasamningar okkar og eftir það semdi sambandið fyrir okkar hönd, einkum við sjálft sig. Við kæmum þar lítið að málum ef eitthvað.

Þess utan. Full pólitísk og lagaleg yfirsstjórn Evrópusambandsins yfir sjávarútvegsmálum er tryggð í Stjórnarskrá sambandsins (Lissabon-sáttmálanum) og þar eru hvergi fyrirvarar um staðbundna stofna eða lögsögur sem liggja ekki saman eða nokkuð slíkt.

Þess má annars geta að lögsaga okkar liggur að lögsögu Evrópusambandsins í suðri (Bretland).

Hjörtur J. Guðmundsson, 24.9.2010 kl. 12:57

5 Smámynd: Rafn Gíslason

Eitt hef ég verið að velta fyrir mér, en því er haldið fram af ESB sinnum að við andstæðingar sambandsins séum að ljúga að þjóðinni og afvegaleiða hanna varðandi sjávarútvegs stefnu ESB og lög þar um, og að það sé alveg skýrt að sökum veiðihefðar og legu landsins þá eigum við ein óskorin rétt á að veiða úr Íslenskri lögsögu og hafa stjórn þar um. Því er mér spurn af hverju er ekki hægt að fá þennan skilning ESB sinna á pappír frá ESB ef hann er svona kristal tær? Með því væri hægt að slá þetta vopn okkar ESB andstæðinga úr höndum okkar og hægt að sína þjóðinni það á hreinu að þetta sé sama túlkun ESB og málið þar með úr sögunni. Það ætti að vera ESB og ESB sinnum kappsmál að svo sé gert því væntanlega vill ESB fá okkur sem aðildarland og ætti því að hafa hag af því að farið sé með rétt mál hér. Skildi ástæðan fyrir því að svo er ekki gert vera sú að ESB og samninganefnd þeirra líti málið öðrum augum en ESB sinnar á Íslandi og telji þessa fullyrðingar Íslenskra ESB sinna ekki standast og þar af leiðandi engin ástæða til slíkrar yfirlýsingar, getur það verið?

Rafn Gíslason, 24.9.2010 kl. 13:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.11.): 61
  • Sl. sólarhring: 63
  • Sl. viku: 87
  • Frá upphafi: 458107

Annað

  • Innlit í dag: 51
  • Innlit sl. viku: 76
  • Gestir í dag: 50
  • IP-tölur í dag: 50

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband